Gotfiskar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Gotfiskar

Post by Vargur »

Talsvert úrval af gotfiskum er í búðinni.

Limia nigrofasciata.
Stórskemmtilegur og einstaklega fallegur fiskur.
Sagt er að menn hafi loks náð fullum þroska í fiskahobbyinu þegar þeir eru komnir með Limiu.
Meiri uppl. hér:
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm
Image
Limia nigrofasciata par.

Girardinus metallicus
Þessi gotfiskur kemur frá Kúbu og costa rica
þar finnst hann í litlum lækjum og vötnum. Meiri uppl. hér:
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm
Image
Girardinus metallicus karl.

Priapella intermedia
Þessi mjög svo íburðarlitli en þó gullfallegi fiskur kemur frá Mexíkó.
Image
Priapella intermedia karl.

Einnig fleiri tegundir gotfiska td. H. formosa (minnsti gotfiskurinn), molly, platy og sverðdragarar.
Myndir og nánari upplýsingar um gotfiska eru hér.
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... lokkar.htm
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég mæli eindregið með Limia, gullfallegir og frábært að sjá þá í hóp
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Eru eitthvað af þessum fiskum sem mega vera við stofuhita?
Ef ég skildi bæta við einhverjum í litla búrið með walking catfish.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eithvað af þessum fiskum þolir vel að vera bara í stoðuhita og sennilega allir ef sæmilegasti hiti er í stofunni, einna helst er að molly þurfi meiri hita en td. platy, guppy og formosa eru ´fínir í stofuhita.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

heyrðu ég skellti hitamæli í búrið og ljósið er að hita vel, hitinn er 25-26 yfir daginn, sé svo hvað hann sýnir í fyrramálið þegar það hefur verið slökkt í nótt.

Ég kíki við fyrsta tækifæri og skoða gotfiskana :-)
-Andri
695-4495

Image
Post Reply