Jack Dempsey og Óskar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Jack Dempsey og Óskar

Post by Porto »

Nú veit ég dæmi þess að Jack Dempsey og Óskar hafi lifað góðu lífi saman. Ég fór hinsvegar að pæla hvort einhverjir hér á spjallinu hefðu reynslu af þeim (bæði góða sem slæma). Hvort best væri að hafa par af Óskar og stakan Dempsey, par af Dempsey og stakan Óskar eða bara einn af hvoru. Pör af báðum tegundum taka mikið meira pláss er það ekki rétt skilið hjá mér. Það væri ekkert verra að láta ráðlegða búrstærð fylgja með. Nú langar manni í búr með amerískum síkliðum og var ég að pæla hver væri sniðugasti búrfélagi Óskars þannig að einnig eru vel þegnar uppástungur af öðrum tegundum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta getur alveg gengið en fer eftir búrstærð og persónuleika fiskana.
JD á þó til að vera felugjarn sérstaklega með ákveðnum fiskum.
Stakur convict kk á oft vel saman með stærri óskar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm ætti alveg að ganga, en JD eru töluvert felugjarnari eins og vargurinn segir og því er pínu hætta á að óskar aféti JD.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

okey flott að vita það, árásargirni er ekki aðal vandamálið...en hvernig er með pör er það góð hugmynd, verða þeir ekki bara árásargjarnir við það?...hver er svona u.þ.b. ráðlögð búr stærð fyrir einn af hvoru eða hinsvegar tvo Óskara?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tveir óskarar þurfa helst 400 lítra eða stærra og góðan hreinsibúnað.
JD par þarf 160-200 lítra og einnig góðan hreinsibúnað.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

takk takk
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Þó það standi nú ekki í nafni titilsins þá fór ég samt að pæla hvort einhver viti hvernig green terror á samleið með Óskar? þá er ég bara svona að meina almennt
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Svipað og Jack Dempsey. Green Terror er reyndar ekki alveg jafn feiminn og örlítið aggressívari, þeir ganga vel saman yfirleitt samt.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Var með tvo óskara og svo green terror í 400L búrinu. GT stækkaði hrikalega hratt og drap óskarana á einni nóttu, einn í einu. Þannig að ég myndi ekki þora að hafa óskar og GT saman nema óskarinn sé orðinn mjög stór og geti þá eitthvað ógnað GT, en óskararnir stækkuðu ekki jafn hratt og GT og urðu undir.
200L Green terror búr
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

ok, gott að fá svona reynslusögu sirius black...annars bara takk allir fyrir upplýsingarnar
Post Reply