ég er að spá þetta með steina í búrið og sá í heiðmörk þessa rauðu möl og steina og var að pæla hvort þeir væru skaðlegir í búrið eða ekki?
svo veit ég hinsvegar um það að steinar sem eru járnríkir eiga ekki að fara í búrinn en svo er annað mál ég veit ekkert hvaða steinar innihalda járn og ekki væri gott ef einhverjir sérfræðingar í þessum málum kæmu kannski með lista yfir steina sem meiga og meiga ekki fara í búrinn sem þeir vita um
Ætli það komi ekki einhver með svar fljótlega því þessi spurning kom upp á fundinum í Dýragarðinum áðan.
Ég náði nú ekki öllu en það var einhver rauð möl sem má ekki fara í búr, en annars mega flestallir íslenskir steinar fara í.
Það var einmitt talað um á þessum fundi að rauðamölin í Heiðmörk væri ekki góð - of mikið brennisteins... eða eitthvað svoleiðis í, get nú ekki haft það alveg orðrétt eftir Jóni.
Hins vegar er rauðamölin í Grímsnesinu fín.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ég er svo hrifinn að hrauni og var úti að velja nokkra litla steina til að setja í búrin. En það er smá mosi á einum þeirra og ég held það sé flottara að hafa hann á. Er það í lagi ??
Ég held að það sé í lagi, ekki að ég hafi neitt fyrir mér í því. Að því gefnu að honum hafi ekki verið velt upp úr napalmi og hreinu ediki þá ætti þetta að vera í lagi
Mosinn er ok , hann brotnar niður á endanum niður í búrinu og reyndar éta sumir fiskar hann. Persónulega mundi ég hreinsa eins mikið af honum af og maður getur með góðu móti.