500 Lítra búr *Update 13.3

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

500 Lítra búr *Update 13.3

Post by Squinchy »

Jæja best að gera smá þráð um gamla 500 Lítra búrið mitt sem er núna komið aftur til mín :)

Þessi þráður verður um búrið frá því þegar ég fékk það fyrst og þangað til það verður full klárað :)

Fyrst þegar ég fékk búrið í mínar hendur var það bara ógeðslegt, það var bara virkilega ljótt og þessi standur undir búrið er eitthvað apparat frá helvítinu sjálfu ;) en ég sá möguleika á því að laga það aðeins og gera það smá upp svo úr því yrði fínasta skjaldböku búr :)

Svona mun búrið hafa litið út þegar ég kom með það heim og búinn að þrífa það smá
Image
Hérna er ég búinn að koma því fyrir í bílskúr þar sem ég gat unnið í því
Image

Það sérst á myndunum hversu ógeðslega ljótur málm kanturinn á búrinu var
Image
Ekki gat ég nú hugsað mér að hafa búrið með þessum köntum á þannig að ég skellti mér til blikkara og lét hann útbúa nýa renninga fyrir mig úr riðfríu stáli
Image
og þá ekkert annað að gera en að rífa þessa ljótu kanta sem fyrir voru af
Image
og svo líma nýu fallegu stál listana á :)
Image
og var búrið þá orðið langt um skárra í útliti
Image
Og eins og sérst á myndunum þá er búrið borað á tvemur stöðum í botn plötunni, ég losaði rörin í burtu þegar ég var að þrífa búrið svo þegar ég setti rörin aftur í og setti vatn í búrið heyrði ég dá góðan smell og vass hljóð byrjaði að heyrast, þá hafði komið sprunga í botn plötuna þar sem seinni gatið var, þannig að ég tæmdi búrið og þurkaði það allrækilega og fjarðlægði svo rörirn og límdi gler plötu yfir hluta botnsins þar sem sprungan var

svo fljótlega seldi ég honum Varg sem flest allir hér á spjallinu vita hver er ;) búrið þar sem ég ætlaði að fá mér stærra búr

Vargur setti upp þetta fínasta Ameríku búr
Image
Eftir að ég sá búrið hjá honum uppsett sá ég strax eftir því að hafa selt það :D

Og eftir að hafa fengið enn meiri áhuga á fiskum heldur en bara skjaldböku m þá sé ég hvað ég hefði geta gert þetta búr flott en viti menn þá er búrið komið aftur til mín og draumurinn verður að veruleika ;)

í gær sótti ég búrið og fór í það að þrífa það seinna um kvöldið, það var einhver ofur þörungur á bakhlitinni sem vildi ekki fara nema með því að nota hnífsblað (Verður að vera duglegri að þrífa bakhiðarnar hjá þér vargur :lol: ), svo var smá sandur eftir í botninum þannig að ég náði mér bara í eina góða iðnaðar ryksugu sem má taka vatn upp með og hreinsaði allt úr því og var svo þurkað eftir það með Alcohol til að sótthreinsa allt :D

hérna er búrið komið inn til mín og situr það í forstofunni, hérna sérst glerplatan sem var límd í botnin
Image

Svo þegar þrifunum var lokið, var teikniborðið dregið fram og byrjað að hanna nýa skápinn sem fer vonandi bráðlega í smíðir

Þannig að ef einhverjum vantar mjög ljótan stand undir eitthvað sem er 145*55 þá er þetta dæmi gefinns fyrir þann sem kemur að sækja það :) standurinn er 80cm á hæðina

Segjum þetta gott í bili og er ég þar með farinn að hanna lokið sem fer á búrið :)
Last edited by Squinchy on 14 Aug 2008, 07:39, edited 17 times in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fínasta búr - hvað þurfirðu að punga út fyrir nýja rammann?

Mig langar að smíða mér búr sjálfur, en hef verið að pæla í hvað svona rammi kostar og hver geti gert þannig fyrir mann.. Ef það er ekkert stórkostlegt, þá er líklega ekki eftir neinu að bíða heldur en fara bara að smíða! :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta kostar mjög lítið, ég borgaði 3000 fyrir þá hjá Augnarblikk sem er hliðin á húsgagnahöllinni
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nú það er ansi vel sloppið! Þá er bara að hringja í íspan á morgun og sjá hvað þeir segja! :)

..Eða kannski bíða með það þar til í næstu viku þar sem ég á víst að vera að læra fyrir próf :oops: Hvern hefði grunað að maður vildi frekar dunda sér í fiskaveseni en að lesa fyrir gervigreind, strjál stærðfræði og tölvusamskipti próf...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Haha já akkurat ;) :lol:
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

gær sótti ég búrið og fór í það að þrífa það seinna um kvöldið, það var einhver ofur þörungur á bakhlitinni sem vildi ekki fara nema með því að nota hnífsblað (Verður að vera duglegri að þrífa bakhiðarnar hjá þér vargur ),
He he, ég þríf aldrei bakhliðarnar á búrunum hjá mér, ég kann vel við að hafa þær allar í þörung, brúskarnir og plegginn hafa þá alltaf nóg að éta.
Hins vegar vil ég hafa framhliðina alveg hreina og má helst ekki sjást þörungsblettur þar.

Annars gaman að heyra að búrið sé strax komið vinnslu og verður fróðlegt að sjá hvað verður úr því.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Svoleiðis ;), já þetta verður spennandi verkefni :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja þá er hönnunin á búrinu tilbúin og ekkert annað eftir að gera heldur en að drífa sig í það að panta efnið sem fer í skápinn og ljósið :), er búinn að vera dunda mér við það undanfarna daga að teikna þetta upp á blað til að fá fram góðar hugmyndir og svo var ég í gær að klára að tölvu teikna alla hlutina og setja saman :)

Hérna eru myndir af því hvernig búrið mun líta út þegar það verður tilbúið :), dökki viðurinn er krossviður, sérst ekkert svo vel á myndunum þar sem hann er litaður svartur (eins og það mun vera), nema kanski á mynd 2 þar sérst það aðeins ef vel er skoðað :)
Image
Image
Hakhliðin mun vera opin svo að það sé góð loftun fyrir Sump sem verður staðsettur innan í skápnum
Image

og eins og sérst á myndunum þá verða engar hurðir á skápnum heldur mjög skemmtileg útfærsla á hurð sem mun koma í ljós þegar verkið klárast :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja þá er timbur og pakki af skrúfum komið í hús :D
Image
Fljótlega verður grindin sett saman og mun hún líta svona út :)
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi mæla með öðru lagi af "crossbars" - eitthvað svona:

Image

Þetta er ekki nógu stabílt eins og hönnunin þín er núna. Þótt þetta haldist líklega uppi, þá borgar sig að splæsa í eina spýtu í viðbót og gera þetta almennilega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe já veit alveg hvað þú ert að meina, en það á eftir að koma krossviðsplata beint undir þetta sem fæturnir verða boraðir fastir í og svo önnur plata sem kemur ofan á standinn, þetta er bara réttsvo byrjunin ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja nú þegar prófin eru búin þá er hægt að fara gera eitthvað annað en að læra :)

Dagurinn byrjaði á því að fara að saga niður spíturnar í rétta lengd og svo bara að bora þetta allt saman :)

Nokkrar myndir af úrkomunni:
Image
Hérna er fóturinn (H1) sem verður á golfinu þegar allt verður tilbúið

Image
Og hér er síðan undirstaðan

Ég ætla að reyna að gera aðra tilraun með það að kaupa krossviðs plöturnar á morgun og fer þetta þá allt að taka rétta mynd :)

Og þá mun þetta vera einhvernveginn svona :)
Image

Image
Þarna sérst H1 undir stæðunni
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þá er pöntun á krossviðnum komin í gang og fæ ég plöturnar afhendar á miðvikudaginn :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

eg fæ minnimattarkennd vegna nordismans herna. eg vildi ad eg væri nord a svipuðum sviðum og þið smiðurnir. eg kann bara að elda og það hentar illa við uppsetningu fiskabura.
þetta er geggjað Squinchy
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe takk :), þetta er svo auðvelt, bara mæla og setja saman á réttum stað ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þá eru tvær krossviðs plötur komnar í hús, komu reyndar í gær en ég hafði engan tíma til þess að setja þetta saman, en núna er ég er fara vinna í því :) þannig að það stittist óðum í það að búrið fer í water test sem verður mjög spennandi :D

Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta verður alveg magnað búr hjá þér, gaman að svona heimasmíðuðu.
Ertu að teikna þetta í Sketchup?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :) Já þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni :)
Jebb google sketchup er alveg brill :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja þá er þetta loksins komið upp og á ég þá bara eftir að pússa, lakka pússa aftur og setja aðra umferð af lakki yfir þetta síðan að klæða þetta með mun fallegri krossviðs plötum og lita hliðarnar :)

Image
Hérna er ég að mæla staðsetninguna fyrir lappirnar :)

Og hérna er apparatið samsett
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

djöfull er þetta magnað hjá þér :góður:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk fyrir :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég get ekki horft upp á þetta....
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehehe hvað meinaru :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

hvað þetta er fullorðins.


ég var að grínast. þetta er geggjað.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe þú meinar :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja ég fékk plöturnar sem koma utanum skápinn á miðvikudaginn og fór í það áðan að setja það á undirstöðuna

Hérna er ég að skrúfa bakhliðina á
Image

Og hérna eru báðar hliðarnar komnar á og bakhliðin, síðan verður farið í það seinna að koma famhliðinni á en það vantar smá í það :)
Image

Á svo eftir að bæsa þetta svart og svo setja 2x Lakk yfir þetta og þá er undirstaðan reddy :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

djöfull er þetta vígalegt
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

enn og aftur: mjög flott!

verður svo gaman að sjá hvernig skápahurðin verður
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

líst ótrúlega vel á þetta hjá þér Jökull! er ekki hægt að fá þig leigðan heim :lol:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk fyrir frábær comments :)

Já hurðin verður spennandi :)

Tja það fer eftir því hvað erindið er ;D hahaha mitt kjör svið er þó rafmagnið og er nánast óstöðvandi þar :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply