Jæja sælt veri fólkið. Ég er með 530L Avakstabil búr og var svona að spá hvort hérna það gengi að fá sér Arowönu í búrið og tek það fram að ég veit að það myndi ekki ganga kannski til lengdar því þær verða svo rosalega stórar. En ég er með 3 Óskara sem myndu eflaust þá víkja fyrir henni en Jack Dempsey parið mitt myndi ég helst vilja hafa lengur.
-----------------------
Mín spurning er sú, gæti þetta gengið og þá hversu lengi maður gæti haft þessa gersemi í búrinu eða ætti maður að spá í enhverju öðru. Spurning kannski með að fjarlægja bakrunninn því hann er plássfrekur og taka búrið allt í gegn áður en maður færi að breyta.
Arowanna
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Mín er eitthvað um 50cm og það er farið að fara illa um hana í búrinu, og í raun gerðist það fyrir alveg þónokkru síðan. Ég bara hef ekki tímt að gefa hana frá mér vegna þess að það er stutt í að ég komist í aðstöðu þar sem ég get haft hana í meira plássi.
Þetta getur gengið í líklega eitt ár alveg auðveldlega ef þú færð þér litla en eftir það verður þröngt um hana. Jardini eða asískar arowönur ættu þó að endast miklu lengur í þessu búri, jafnvel til frambúðar.
Þetta getur gengið í líklega eitt ár alveg auðveldlega ef þú færð þér litla en eftir það verður þröngt um hana. Jardini eða asískar arowönur ættu þó að endast miklu lengur í þessu búri, jafnvel til frambúðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net