Er ég að gera þetta rétt?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Maren
Posts: 91
Joined: 03 May 2007, 20:11
Location: Hafnarfjörður/Reykjavík

Er ég að gera þetta rétt?

Post by Maren »

Ég er með smá vandamál hjá mér aftur :-( Málið er að ég er nýbúin að vera með hvítblettaveiki í búrinu og sporðátu og er búin að "treata" fiskana við því. Ég er búin að færa þá alla í minna búr með einungis dælu og búin að taka stóra búrið mitt alveg í gegn, þrífa allt hátt og lágt, skafa glerið og ætla mér að ná þessum sníkjudýrum úr búrinu! Það versta er að skalarnir mínir fjórir eru í einskonar hungursverkfalli. Plús það er einn þeirra að synda geðveikt skringilega. Hann syndir á hlið og nuddar sér utan um glerið.

Ég fór með hann í dag í eina fiskabúð til að fá að vita hvað er í gangi með hann en afgreiðslumaðurinn sá ekkert að honum. Sagði mér að hann gæti verið með orm í sér og lét mig fá lyf sem heitir e-ð Tetra General T e-ð (man ekki alveg er ekki með það fyrir framan mig) sem vinnur gegn sníkjudýrum.

Vildi bara vita hvort ég sé að gera þetta rétt!

Kv.
Post Reply