Ég er með smá vandamál hjá mér aftur Málið er að ég er nýbúin að vera með hvítblettaveiki í búrinu og sporðátu og er búin að "treata" fiskana við því. Ég er búin að færa þá alla í minna búr með einungis dælu og búin að taka stóra búrið mitt alveg í gegn, þrífa allt hátt og lágt, skafa glerið og ætla mér að ná þessum sníkjudýrum úr búrinu! Það versta er að skalarnir mínir fjórir eru í einskonar hungursverkfalli. Plús það er einn þeirra að synda geðveikt skringilega. Hann syndir á hlið og nuddar sér utan um glerið.
Ég fór með hann í dag í eina fiskabúð til að fá að vita hvað er í gangi með hann en afgreiðslumaðurinn sá ekkert að honum. Sagði mér að hann gæti verið með orm í sér og lét mig fá lyf sem heitir e-ð Tetra General T e-ð (man ekki alveg er ekki með það fyrir framan mig) sem vinnur gegn sníkjudýrum.
Vildi bara vita hvort ég sé að gera þetta rétt!
Kv.
Er ég að gera þetta rétt?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli