Skýað vatn , bakteríu blómi
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Skýað vatn , bakteríu blómi
Málið er að ég er með tiltölulega ný uppsett búr. Búrið á að vera full cyclað þ.e.a.s nógu mikið af bakteríum til að brjóta niður NH3 og No2. Hins vegar gerðist það í lok hringrásarinnar að vatnið varð skýjað . Svona hvítt mistur, sem ég hef svo sem lent í áður. En það sem er í gangi hjá mér núna er að þetta lagast bara ekkert Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hérna hafi lent í að búr hjá þeim hafi verið skýjað í all langan tíma ? Og hvort það væru einhver trikk til að losa sig við þetta ? .. Ég hef verið að gera ca 60% vatnsskipti vikulega og minnkað fóðrun og fjarlægt öll fölnuð lauf af plöntum í búrinu. En það er enn skýjað er er búið að vera þannig í ca 3 vikur.
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Ég er í svipuðum málum... Skötubúrið hjá mér er búið að vera skýjað í 1-2 mánuði. Mig grunar að það sé hikari fóðrinu sem ég er að gefa að kenna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
vatnið í burinu hjá frænku minni varð hvítt fyrstu dagana eftir að ég setti það upp,
hafði ekki lent í þessu áður.. prófaði að skipta vel um vatn á 2ja daga fresti en þetta varð bara verra,
svo prófaði ég að gera ekki neitt,
myrkvaði bara búrið og þetta fór á held ég fjórða degi.
málið er að ef það er skipt um vatn,
þá fá þessar "bakteríur" alltaf nýja og nýja næringu með nýja vatninu.
En ef það er látið vera og það er ekkert skipt um vatn,
þá þurrausa bakteríurnar næringarefnin úr vatninu og drepast úr næringarskorti.
hafði ekki lent í þessu áður.. prófaði að skipta vel um vatn á 2ja daga fresti en þetta varð bara verra,
svo prófaði ég að gera ekki neitt,
myrkvaði bara búrið og þetta fór á held ég fjórða degi.
málið er að ef það er skipt um vatn,
þá fá þessar "bakteríur" alltaf nýja og nýja næringu með nýja vatninu.
En ef það er látið vera og það er ekkert skipt um vatn,
þá þurrausa bakteríurnar næringarefnin úr vatninu og drepast úr næringarskorti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Ég er að lenda í þessu sama. Ég setti upp búrið mitt fyrir viku síðan og er einu sinni búinn að gera 60% vatnaskipti. Það er ennþá svona skýjað. Ég var með slökkt og breitt yfir búrið alla helgina en þetta lagaðist ekki neitt. Er þetta bara spurning um að vera þolinmóður eða lumiði á einhverju öðru trixi??