NON4M3, takk fyrir þessa ábendingu með að hafa perur í gangi í 24 tíma til að lengja líftíma þeirra. Hafði ekki heyrt þetta áður. Reynar eru plöntunörrar yfirleitt að skipta perunum út langt áður en það slökknar á þeim, á ca. 6 mánaða fresti þar sem að birtan frá þeim minnkar talsvert áður en þær springa, en mundi þetta trikk hjálpa með það líka?
Varðandi 80% meiri lýsingu frá t5 vs t8, þá hef ég líka heyrt þetta. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
Varðandi lumen, þá skilst mér að þau mæli það ljós sem mannsaugað nemur, sem hefur svo lítið að segja varðandi það hvað plönturnar fíla. Þegar verið er að mæla styrk lýsingar fyrir gróðurbúr, þá hef ég yfirleitt séð að notast sé við lux.
En einval, varðandi spurninguna þína svo við förum ekki alveg út af sporinu. Þá ertu svolítið bundinn með gróðurperur í þessi blessuðu juwel búr. Þeir hjá juwel voru nefnilega það vinsamlegir við gróðurbúraáhugamenn að þeir ákváðu að hafa ekki standard stærð af perum í búrunum sínum, þú getur því ekki keyt hvaða peru sem þig langar í í juwel búrið þitt. Þú þarft að kaupa juwel perur og borga fyrir það juwel verð
Ef þú ert að fara í gróðurinn fyrir einhverja alvöru, þá er spurning hvort það sé praktískara fyrir þig að skipta ballestunum út fyrir standard ballestir.