Setti upp 85 lítra búr í vinnunni og var að skella gróður í það á eftir að bæta meira í þegar það er komið betur í gang.
Í búrinu eru 6 kardinálar, 4 einhverjar tetrur man ekki nafnið og 3 ancistur og gróður.
Hristi saman co2 og er með 2 svoleiðis hálfs lítersflöskur.
Er með 2 stk t5 perur og spegla sem ég útbjó inní 250mm rör sem ég sagaði í tvennt.
smá mynd.
Allar tillögur að fleirri íbúum eða gróðri vel þegnar
Laglegt!! Þetta hefur alveg góðan pótensjal með þessari lýsingu, ég mundi þó athuga með að setja kolýruna í stærri flösku. Eftir því sem það er meira vatn í brugginu, þá lifir framleiðslan lengur. Ástæðan fyrir því að kolsýruframleiðslan hættir er að áfengismagnið í vatninu verður það hátt að það drepur gerið, þetta gerist fyrr ef það er lítið vatn til staðar. (og ástæðan fyrir því að það er betra að nota bruggger heldur en brauðger)
er þá verið að nota sömu blöndu bara meira vatn?
en ég er að nota slatta af sykri, 1/2 teskeið matarsóda á móti 1 teskeið brauðger í hálfslíters flösku og hún er að duga ca 1 og 1/2 viku. langar að fá mér co2 kút en tími því ekki hérna í vinnuna en hafa menn ekkert verið að útbúa krana á sodastream kútana er ekki ódýrast að skifta þeim út, spyr sá sem ekki veit.
Veit ekki hvernig þetta er með stærðina á sodastream kútunum.
Hefur þetta dugað í 1 og 1/2 viku ??? Hefur co2 flæðið þá ekki verið orðið frekar lítið síðustu dagana?
Ég held að það væri vel þess virði að gera tilraun með að nota sömu blöndu í 2 eða 1 líters flösku og sjá hvort það endist ekki lengur. Gætir jafnvel stækkað uppskriftina aðeins.
Ein mynd af búrinu gróðurinn dafnar vel, sérstaklega þessi rauða í miðjunni byrjaði með einn lítinn afleggjara og hef varla undan að klippa og planta frá henni.
gerið drepst ekki, það leggst í dvala þegar áfengisprósentan er svona há.
ástæðan fyrir því að túrbógerið getur gerjað upp í svona háa prósentu er að það eru ýmisleg næringarefni fyrir gerið í þessum pakkningum.
Getur sett tómats puré & sítrónusafa í þetta og brauðger og það ætti að gerjast hærra en 14%