Ég keypti tvo gullfiska seinasta sumar, svona feita með tvöfaldann sporð, man ekki hvað þeir kallast, slæðu eitthvað minnir mig. Annar þeirra dó fyrir ca. 3 mánuðum minnir mig og hinn svo í desember. Þeir drápust báðir alveg eins, byrjuðu einn daginn að synda eiginlega ekkert, liggja bara á botninum og stundum á hlið, fljóta stundum um búrið. Verða svo slappari og slappari, hætta að éta og enda svo með því að drepast. Svo keypti ég mér nýja á laugadaginn seinasta, 3 frekar litla svona alveg eins feita fiska með tvöfaldann sporð. Nefndi það við afgreiðslumanninn í Fiskó, þar sem ég keypti þá hvernig fór fyrir hinum og hann sagði að það hefði sennilega bara verið tilfallandi. Svo að ég fer heim og set fiskana í kúlubúrið sem ég er með, bara svona týpíska kúlu, þessi týpíska stærð, bara með glerkúlur á botninum og eina gerviplöntu. Strax í gær byrjar einn fiskurinn að haga sér svona, liggja bara á botninum en syndir einstaka sinnum um. Ég ákvað að skipta strax alveg um vatn, þríf kúluna vel með sjóðandi heitu vatni, engri sápu, og set þá svo aftur í. Fiskurinn lagast ekkert svo að ég prófaði að setja smá salt útí eins og ég las að maður gæti prófað en ennþá flýtur hann bara um á hlið. Ef ég gef þeim að éta, þá koma hinir strax sem eru líka svona eldhressir, synda á ógnarhraða um búrið og augljóslega ekkert að þeim. Þessi gerir ekkert en fer eftir smástund af stað og ræðst svo bara á hina alveg brjálaður. Ég er ekki að fatta þetta og finnst heldur súrt að geta ekki haldið lífi í gullfisk lengur en örfáa daga..
Hef heyrt að þetta gæti verið sýking í búrinu, en ættu þá ekki allir fiskarnir að vera svona?
Vonandi getur einhver gefið mér svör við þessu.. Með fyrirfram þökk
