Slappur fiskur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gullurnar
Posts: 4
Joined: 26 Jan 2010, 18:13

Slappur fiskur

Post by gullurnar »

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hér gæti svarað mér..
Ég keypti tvo gullfiska seinasta sumar, svona feita með tvöfaldann sporð, man ekki hvað þeir kallast, slæðu eitthvað minnir mig. Annar þeirra dó fyrir ca. 3 mánuðum minnir mig og hinn svo í desember. Þeir drápust báðir alveg eins, byrjuðu einn daginn að synda eiginlega ekkert, liggja bara á botninum og stundum á hlið, fljóta stundum um búrið. Verða svo slappari og slappari, hætta að éta og enda svo með því að drepast. Svo keypti ég mér nýja á laugadaginn seinasta, 3 frekar litla svona alveg eins feita fiska með tvöfaldann sporð. Nefndi það við afgreiðslumanninn í Fiskó, þar sem ég keypti þá hvernig fór fyrir hinum og hann sagði að það hefði sennilega bara verið tilfallandi. Svo að ég fer heim og set fiskana í kúlubúrið sem ég er með, bara svona týpíska kúlu, þessi týpíska stærð, bara með glerkúlur á botninum og eina gerviplöntu. Strax í gær byrjar einn fiskurinn að haga sér svona, liggja bara á botninum en syndir einstaka sinnum um. Ég ákvað að skipta strax alveg um vatn, þríf kúluna vel með sjóðandi heitu vatni, engri sápu, og set þá svo aftur í. Fiskurinn lagast ekkert svo að ég prófaði að setja smá salt útí eins og ég las að maður gæti prófað en ennþá flýtur hann bara um á hlið. Ef ég gef þeim að éta, þá koma hinir strax sem eru líka svona eldhressir, synda á ógnarhraða um búrið og augljóslega ekkert að þeim. Þessi gerir ekkert en fer eftir smástund af stað og ræðst svo bara á hina alveg brjálaður. Ég er ekki að fatta þetta og finnst heldur súrt að geta ekki haldið lífi í gullfisk lengur en örfáa daga..
Hef heyrt að þetta gæti verið sýking í búrinu, en ættu þá ekki allir fiskarnir að vera svona?
Vonandi getur einhver gefið mér svör við þessu.. Með fyrirfram þökk :)
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

hvað ertu að skipta um mikið vatn og hversu oft í viku?
Rena Biocube 50: tómt eins og er
gullurnar
Posts: 4
Joined: 26 Jan 2010, 18:13

Post by gullurnar »

Ég geri eins og mér var ráðlagt, skipta út nokkrum bollum af vatni á dag, stundum líður einn dagur á milli og skipti svo alveg ca. 1x í mánuði, var reyndar bent á að gera það á 2 vikna fresti núna þegar að ég keypti þessa. En þessa fékk ég náttúrulega bara á laugadaginn, setti vatn í þá og lét bíða nokkrar klst. áður en ég setti þá í (setti vatn um morguninn, lét þá ekki vera í pokanum lengi), skipti svo út 3 bollum á sunnudaginn og í gær skipti ég út 5 bollum en þegar að ég sá hvernig einn fiskurinn var farinn að haga sér skipti ég alveg því það voru litlar loftbólur efst við yfirborðið allan hringinn og það kom aldrei með hina fiskana og ég veit ekkert hvort það sé eðlilegt eða hvað svo ég ákvað að skipta og þrífa búrið rosa vel. Skipti svo út 6 bollum áðan. Ég gef þeim 1x á dag, mjög lítið í einu en fylgist samt með að þeir fái allir eitthvað. Setti svo smá salt útí í gær og smá áðan eftir að ég skipti út vatni.
Endilega láta mig vita ef það er eitthvað sem ég geri rangt :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiskurinn sem er slappur núna hefur sennilega komið eitthvað slappur úr búðinni en hinir hafa líklega drepist vegna þess að kúlur eru ekki góður bústaður fyrir fiska það líður allt of langt milli vatnsskipta hjá þér.
Ég mæli með að þú skiptir miklu oftar um vatn og fáir þér loftdælu í kúluna. Best af öllu væri auðvitað að útvega sér almennilegt búr fyrir greyin.
gullurnar
Posts: 4
Joined: 26 Jan 2010, 18:13

Post by gullurnar »

Ég þakka fyrir þetta, já ég skoða málið með betra búr :)
Þessi veiki var að drepast :/ ég fer að skipta oftar um vatn og sé hvað ég næ að halda þessum lengi á lífi :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Það á líka ekki að þrýfa fiskabúr 100%
Þú drepur alla flóruna í búrinu ef þú gerir það.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
gullurnar
Posts: 4
Joined: 26 Jan 2010, 18:13

Post by gullurnar »

Hvernig á þá að gera það? Þegar að ég þríf búrið alveg þá set ég fiskana í könnu með vatni sem hefur staðið í smástund til að það jafni hitann og set svo fiskana yfir og tæmi hitt búrið, þríf steinana með sjóðandi heitu vatni og svo búrið, þríf með svampi sem er eingöngu notaður í þessi búraþrif. Læt svo nýtt vatn sem ég læt standa þar til það hefur náð réttum hita og set þá yfir. Ég skipti svo út vatni eins og ég sagði hér áður, þegar að ég hef gert það í einhvern tíma þá fer alltaf að þyrlast upp af botninum skítur og svona og sveima um búrið þegar ég er að skipta út vatni, finnst það svo ógeðslegt og finnst þá kominn tími til að skipta alveg um vatn. Á ekki að þrífa búrið þannig að skíturinn og allt fari? Varla á það að vera alltaf bara í botninum?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það á bara ekki að tæma allt, þú drepur allt líf í búrinu.

Lestu þetta: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=7003

annars er hér leið til að þrífa botninn en það er erfitt í svona kúlum því vatnsmagnið er svo lítið:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=8306
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Lang einfaldast er að kaupa sér malarryksugu og sjúga drulluna burt með henni,
(með malarryksugu tekuru burt óhreinindi og vatn í leiðinni, afbragðs góð aðferð til að gera vatnsskipti, einfalt og fljótlegt.)
í staðinn fyrir að auka álagið á fiskana með því að taka þá upp úr búrinu og setja þá í skál og dauðhreinsabúrið og demba fiskunum ofaní aftur.
Það gæti gert þá stressaða, stress veikir ónæmiskerfið í fiskunum)
Svo af því að þú ert með kúlu, sem er algjörlega afleitur staður fyrir fiska,
eins og gullfiska sem skíta mikið og menga mikið vatnið, þá verða aðstæðurnar í búrinu hörmulegar.
Eiturefni safnast hratt upp og fiskarnir verða slappir og drepast.
Það er líka allt of lítið að gera stór vatnsskipti 1x í mánuði.
Það ætti að vera 50% vatnsskipti á 3-4 daga fresti í svona týpískri kúlu.
Gefa lítið, kannski 3-4 kúlur á hvern gullfisk, 1-2x á dag.
Svo má láta volgt vatn í búrið, það þarf ekki að láta búrið standa á borðinu í einhvern tíma til að ná einhverju kjörhitastigi.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply