Allur gróður að deyja.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Allur gróður að deyja.

Post by EiríkurArnar »

Það er ekkert svo langt síðan að allur gróður var að blómstra í búrinu hjá mér. Það var eiginlega það mikið að búrið var að drukkna í gróðri. En núna og uppá síðkastið þá er búið að sjást mikið af blöðum lausum og hellingur að losna af. Gróðurinn er búinn að minnka svona um helming.
Ég er með mun færri fiska en að ég var með og þá var ég að skipta einu sinni í viku um 40-50% vatn og þá "blómstraði" allur gróður, en er farinn að draga það í svona mitt á milli 1-2 vikna. Peran er tiltölulega ný Daylight 30W T8.
Ég er kannski að skipta of oft um vatn núna þegar að það eru næstum helmingi færri fiskar ?

Einhvað sem ég get gert til að íta undir þetta án þess að vera með kolsýru ?
Það er örugglega ekki næring undir sandinum. Hefur aldrei verið svo ég viti.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvaða plöntur ertu með?
Snyrtiru gróðurinn reglulega? seturu aldrei næringu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Valesneriu stóra og littla og líka snúna og þessar þrjár.

Image

Image

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það eru örugglega einhver næringarefni sem eru að kláras hjá þér. Ef eitthvað visst efni dettur alveg niður í 0, þá geta plönturnar farið mjög illa. Þetta held ég að sé svolítið gjarnt á að gerast þar sem að mjög lítið er af uppleystum efnum í vatninu hér á fróni, væri örugglega góð hugmynd að gefa smá næringu. Rótartöflu fyrir sverðplöntuna, muna bara að setja rótartöflu ekki beint undir plöntuna, heldur svona 5cm frá henni.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

þarf að splæsa í svona rótartöflur. en þessi sem er ekki í sandinum...get ég hjálpað henni eitthvað ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

fljótandi næring
-Andri
695-4495

Image
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

vonaðist til að geta gert eitthvað hagstæðara fyrir þær...hef svo sem alltaf ætlað að kaupa mér næringu og þessar töflur...bara aldrei týmt því, þetta var líka að ganga svo vel.
en allavega takk fyrir aðstoðina. :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ódýrt að kaupa þetta hjá Varginum :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Næring myndi líklega kippa þessu í liðinn.

Svo kemur reyndar til greina að peran sé orðin gömul. Ef þetta er T8 þá er talað um að maður þurfi að skipta um þær á 6-10 mánaða fresti. Litrófið í ljósinu er búið að breytast svo mikið á þeim tíma að þær verða munn gagnminni.
Ef þetta er T5 þá er talað um 12-18 mánuði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

þegar að ég fer að hugsa um það þá er hún orðin hátt í 1 árs. hélt að það væri ekki svona langt síðan að ég fékk hana.

skelli mér bara í flúrlampa líka og redda peru :)
Post Reply