Ég var með svipað vandamál, prófaði að setja ferskt heimabrugg í 20 lítra og grillaði nánast allar rækjurnar mínar. ég var síðan komin með system þar sem ég setti fersk heimabrugg í 180 lítra búrið mitt og síðan eftir viku færð ég það í 20 lítrana og sett nýtt í 180 lítrana. það virkaði mjög vel en ef þú ert ekki með stærra búr til að nota gusuna af kolsýru þá hjálpar það ekki mikið!
ég er með 30 lítra gróðurbúr með rækjum og nota bara 1/2 líters flösku undir bruggið og leysi upp co2 með stiga, en er með lag af næringu undir sandinum kemur mjög vel út og allur gróður í mínu búri sprettur einsog arfi.
oftast þegar maðu fær þetta svar gerir maður það ekki ég skal lesa póstinn 5 sinnum í viðbót
...
.....ég er búinn að fatta.. það er svo mikill kraftur í byrjun en svo jafnast það út
gusa 1 no kvk. það var hvasst og vont í sjóinn svo að gusurnar gengu yfir bátinn. vatnið rennur ekki jafnt úr krananum, það kemur í gusum.gusast so - Stóra orðabókin um íslenska málnotkun
gusast so. mjólkin gusaðist upp úr könnunni. vatnið gusaðist í allar áttir. .gusast so - Stóra orðabókin um íslenska málnotkun
Last edited by Vargur on 29 Jan 2010, 22:35, edited 1 time in total.
Ég nota bara fljótandi næringu í mín búr sem innihalda gróður eru mjög grænar og vaxa flestar mjög vel. Ætlaði að vera með svona kolsýrudót en gleymdi alltaf að blanda meira og þessháttar og nennti þessu ekki þannig að gróðurnæringin er látin nægja og ég efast um að ég fengi eitthvað betri útkomu með kolsýrunni, nema þá að vera með kút og þessháttar .
Ok en þá kemur aftur þessi gusa, annar er þessi hólkur þannig að hann fyllist af lofti og það sem ekki kemmst þar fer framhjá og kemur upp sem ein risa loftbóla, þannig að ég held að það skipti litlu máli
gaurinn sem liggur þarna nema að ég sagaði hann í tvo hluta þannig að það myndast ekki jafn mikill þrýstingur inní honum