Nú er ég að baslast með tæplega 100L Rena búr sem ég keypti fyrir nokkru síðan, í því er 16W Cool Daylight pera frá Osram og mér finnst lýsingin vægast sagt ekki góð. Plöntur þrífast mjög illa í þessu búri hjá mér.
Það er eitt perustæði í þessu og engir speglar og ég hef mikið verið að spá í hvort það sé hægt að kaupa ný lok á svona búr? Gæti ég fiffað eitthvað sjálf svo að lýsingin batni? Gæti t.d. ný pera kannski bjargað einhverju?
Hvað er svo hægt að fá CO2 kerfi á mikinn pening hér á landi?
Lýsing
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
þetta er náttúrulega ekki gróðurpera sem þú ert með, það getur verið byrjunarvandamálið. þú getur látið smíða fyrir þig spegla í Flúrlampar í kaplahrauni. þeir setja upp perusystem ef þú smíðar lok og eru mjög sanngjarnir í verði. alvöru co2 er fokdýrt, sérstaklega kúturinn, þrýstijafnarinn og það dót. ég hef verið með heimabrugg sem er skítódýrt en þar er ekki gott jafnvægi á co2 og maður þarf að skipta á kútnum mjög reglulega og fylgjast vel með. ef þú ert svo kominn í co2 þá þarftu að gefa góða næringu samhliða.
Þessi pera gerir nánast ekki neitt fyrir gróður, sama þó að þetta væri gróðurpera (þó aðeins betra). Það er nánast ekki til neins fyrir þig heldur að fá þér co2, því að plantan getur ekki notað kolsýruna án þess að vera með nóg ljós. Ef þú ætlar að ná betri árangri með plönturnar í þessu búri þá þarftu að byrja á því að auka lýsinguna.
Það er mjög algengt að fólk haldi að það sé hægt að bæra fyrir of lítið ljós með því að nota annað hvort kolsýru eða næringu, það er alger misskilningur, næring og kolsýra gera nánast ekki neitt gagn nema að það sé nóg af ljósi.
Það er mjög algengt að fólk haldi að það sé hægt að bæra fyrir of lítið ljós með því að nota annað hvort kolsýru eða næringu, það er alger misskilningur, næring og kolsýra gera nánast ekki neitt gagn nema að það sé nóg af ljósi.
Takk fyrir svörin so far!
Markmiðið er að bæta lýsingu og þá jafnvel starta Co2 systemi ef vel gengur. Ég er hins vegar í fjötrum hvað það varðar út af því hversu léleg birtan er í búrinu.
En það er spurning hvort ég geti þá breytt lokinu og bætt við perum, ég hef hins vegar aldrei þolað lokið mér finnst það vera frekar cheap plastdrasl Hef mikið spáð í að reyna að búa til nýtt.
Ég hef verið með heimabrugg í öðru búri og ég hreinlega nenni ekki að standa í því eftir það, þess vegna var ég að spá í þægilegu leiðinni
Ég ætla að tékka á flúrolömpum, vissi ekki af þeim.
Markmiðið er að bæta lýsingu og þá jafnvel starta Co2 systemi ef vel gengur. Ég er hins vegar í fjötrum hvað það varðar út af því hversu léleg birtan er í búrinu.
En það er spurning hvort ég geti þá breytt lokinu og bætt við perum, ég hef hins vegar aldrei þolað lokið mér finnst það vera frekar cheap plastdrasl Hef mikið spáð í að reyna að búa til nýtt.
Ég hef verið með heimabrugg í öðru búri og ég hreinlega nenni ekki að standa í því eftir það, þess vegna var ég að spá í þægilegu leiðinni
Ég ætla að tékka á flúrolömpum, vissi ekki af þeim.