Endler týpur

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Endler týpur

Post by Gudmundur »

Hvaða týpur af endler eru til í búrum landsmanna ?
ég var með þessa á síðustu öld
Image

væri til í að sjá myndir og sem flestar útgáfur
þegar ég verð fluttur langar mig að fá mér endler þannig að ef einhver á slatta til væri ég til í einhver skifti í vetur
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er með sæmilegasta endler stofn, kk eru að mestu rauðir um búkinn og sporðurinn er rauður spaðasporður, þe sporðurinn er alrauður en ekki glær með rauðum þráðum að ofan og neðan.
Ég hef haldið eftir kk sem eru með sem mestan rauðan lit og þannig náð að rækta upp rauða litinn, stundum koma þó fram kk sem eru eins og þessir venjulegu endlerar og þeir eru strax teknir frá.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

hver fékk endlerana sem voru í dýragarðinum ? Einhver hér sem keypti ?

Image

ég væri vel til í að eignast nokkra af þessum stofni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég á 1stk eftir af þeim, endler stofninn minn hrundi eftir ormasýkingu og núna á ég bara um 10 seiði og einn karl. Helvítis bömmer.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

keli wrote:Ég á 1stk eftir af þeim, endler stofninn minn hrundi eftir ormasýkingu og núna á ég bara um 10 seiði og einn karl. Helvítis bömmer.
:shock: vonandi lifir stofninn og stækkar hjá þér og þá væri gaman að fá afleggjara
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Er ekki einhver sem á þessa týpu til í dag
myndin er tekin niðri í dýragarði og seldu þeir allavega nokkra svona fiska á sínum tíma
Image

koma svo mig langar í endler týpu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þessir fundust mér líka töff í den

Image

er enginn sem á einhverja endler til sölu/skiftana
trúi ekki að stofninn hafi hrunið svona eða blandast hjá landanum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fyrir 2 árum var ég með slatta af þessum neðstu hér, ~20stk.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Post by siamesegiantcarp »

ég kíkti um daginn á vitavörðinn á stórhöfða í vestmannaeyjum og hann var með 40litra búr troðið af endlerum og sagðist vera búinn að vera með þennann stofn frá 1973!! toppiði það!! :)

og ekki bara það, hann hefur bara aðgang að rigningarvatni sem hann sækir í brunn og notar í fiskabúrið. og gefur plöntunum notaða fiskabúrsvatnið vegna mikilla steinefnanæringar
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

siamesegiantcarp wrote:ég kíkti um daginn á vitavörðinn á stórhöfða í vestmannaeyjum og hann var með 40litra búr troðið af endlerum og sagðist vera búinn að vera með þennann stofn frá 1973!! toppiði það!! :)

og ekki bara það, hann hefur bara aðgang að rigningarvatni sem hann sækir í brunn og notar í fiskabúrið. og gefur plöntunum notaða fiskabúrsvatnið vegna mikilla steinefnanæringar
Redda myndum takk! Þetta þætti mér gaman að sjá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

siamesegiantcarp wrote:ég kíkti um daginn á vitavörðinn á stórhöfða í vestmannaeyjum og hann var með 40litra búr troðið af endlerum og sagðist vera búinn að vera með þennann stofn frá 1973!! toppiði það!! :)

og ekki bara það, hann hefur bara aðgang að rigningarvatni sem hann sækir í brunn og notar í fiskabúrið. og gefur plöntunum notaða fiskabúrsvatnið vegna mikilla steinefnanæringar
Er hægt að fá einhverja fiska úr þessum stofni ?

fiskabúravatn er besta vatnið fyrir heimilisplöntur en það eru svo fáir með svoleiðis í dag því miður
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Post by siamesegiantcarp »

ég fór þarna fyrir ákv slisni þekki hann lítið en er vinur straka sem þekkja kallinn betur, þið getið séð video af fiskunum hans í heimildarmynd sem var gerð um hann þar talar hann um að nota vatnið fyrri plönturnar, myndin var gerð fyrir nokkrum mánuðum man ekki hvað hujn heitir
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Jæja kallinn kominn með endler
fékk stofninn hjá Kela og nú er bara að halda honum lifandi og eiga nóg til
þeir fóru í búr niður við gólf með litlu ljósi þannig að myndir koma ekki alveg strax en fljótlega samt þar sem ég er að vinna í því að koma upp fleiri búrum



Lengi hefur mig langað í endler og það hefur smitað genin hjá venjulegur guppy stofni sem ég er með því ég er farinn að fá endler eftirhermur :)
margir karlar að koma með tvöfalt sverð eins og endlerinn er þekktur fyrir

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Jæja kominn með endler í betra búr þetta eru nokkrir fiskar og þeir fóru í sérbúr 75 ltr reyndar efst í rekka og ég þurfti að fara upp í tröppu til að reyna að taka mynd en þeir héldu sig aftast svo ekki náði ég góðri mynd
þetta er einn fullorðinn karl einn ungkarl og síðan nokkur seiði

Image
aðalkarlinn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

er myndavélin þín eitthvað biluð, guðmundur?

flottur endler karl :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Lindared wrote:er myndavélin þín eitthvað biluð, guðmundur?

flottur endler karl :-)
Lesa það sem stendur hér fyrir ofan um að fiskurinn sé aftarlega í dimmu og djúpu búri :shock:
þó að ég sé snilli þá á ég í vandræðum með að framkvæma kraftaverk :lol:

Flassið er nú aðeins að ýta undir litina en hann er flottur samt
þarf að setja hann í minna búr og smella af honum þar

Hvenær kemur mynd af ykkar endler orange
gætir þú ekki set hann í eitt af þessum litlu búrum hjá þér og tekið mynd ?
væri gaman að hafa sem flesta liti hér á síðunni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jújú, það væri bara gaman að taka af honum mynd :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Endler

Post by malawi feðgar »

Við feðgar náðum okkur í Endler í dag hjá varg.

Image
það var mjög erfit að ná af honum mynd og er þetta besta myndin af 30 sem ég tók.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Páll Ágúst
Posts: 63
Joined: 05 Jan 2010, 18:17
Location: Reykjavík

Post by Páll Ágúst »

Guðmundur. Hvaða stillingu ertu að nota á vélinni þegar þú tekur myndir?
S, P, A eða M? Hvað er ISO talan hjá þér? Lokunar hraði og F talan?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Páll Ágúst wrote:Guðmundur. Hvaða stillingu ertu að nota á vélinni þegar þú tekur myndir?
S, P, A eða M? Hvað er ISO talan hjá þér? Lokunar hraði og F talan?
M
ISO 160-400 vélin leyfir ekki hærra ISO án þess að minnka gæðin verulega þannig að ég verð að nota flass ef ég vill fá fókus

síðan breytist hitt eftir aðstæðum ts. er mikill munur á ljósum og dökkum fisk þegar flassið er notað þannig að stillingarnar eru mjög ólíkar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Páll Ágúst
Posts: 63
Joined: 05 Jan 2010, 18:17
Location: Reykjavík

Post by Páll Ágúst »

takk, er með mína í M og er að nota flash ISO í 100.
Fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur og enn meiri fiskur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image

Image
orange endler (elma tók myndinar)
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Endler

Post by malawi feðgar »

náði aðeins betri mynd.
Image
erum komnir með fullt af endler seiðum, en veit ekki hvort það er undan þessum kalli, kellingarnar voru í búri með öðrum köllum áður en ég fékk þau öll hjá vargi.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Fanna
Posts: 7
Joined: 09 Aug 2008, 21:10
Location: Mosfellsbær

Post by Fanna »

Gudmundur wrote:Lengi hefur mig langað í endler og það hefur smitað genin hjá venjulegur guppy stofni sem ég er með því ég er farinn að fá endler eftirhermur :)
Í upphafi keypti ég einhverja flotta fiska en eftir að hafa blandað þessu öllu saman og leift fiskunum sjálfum að sjá um þetta þá er ég einmitt að fá svona endler eftirlíkingar. Mér finnast þær flottar :)
Einhver flottasti guppy fiskur sem ég hef séð held ég að eigi upptökin af þessu. Bæði var hann flottur á litinnog mynstrið meiriháttar.

Set mynd af honum síðar en hérna er mynd af tveimur eftirlíkingunum:
Image
Post Reply