magonu-búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

magonu-búr

Post by magona »

Jæja... kominn tími á að ég geri þráð um búrin mín þrjú.

54 lítra juwel búr:

gúbbí og rækjur. (bumblebee og amano)

Grein úr blómavali, hraun frá Vestmannaeyjum og einhverjar plöntur.

*************************
240 lítra rugl búr:

3 SAE
1 slör skali
1 hvítur segl molly
2 brúsknefar
1 bardagafiskur kk
3 platy
1 balahákarl ca 10cm
1 gibbi ca 18cm
2 eplasniglar
3 perlugúramar
og síðast en ekki síst uppáhaldið: 1 bleikur óskar ca 12 cm. :wub:

jaríjaríblabla plöntur.

*******************
17 lítrar:

eitthvað af rækjubabies

sinugrein frá blómavali og anabusi.
:)
Last edited by magona on 02 Feb 2010, 18:22, edited 2 times in total.
AAAlgjört drama !
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

54l :
Image

54 + 240 l.:
Image

240l.:
Image

240 + 17l.:
Image

17l.:
Image

Þið skulið venjast því að sjá flass endurspeglast á mínum myndum og lág gæði. Er ekki með neina fancypancy myndavél. :wink:
AAAlgjört drama !
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvernig er þetta með bambusinn, er hann að lifa eitthvað hjá þér svona á kafi?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

er þetta ekki bambus sem maður kaupir til þess að hafa á bólakafi?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Þetta er venjulegur bambus úr ikea. Hann hefur það mjög fínt. Er mikið fyrir að gera svona plöntutilraunir, er m.a. með hiasintu í 240l. búrinu. Setti hana þar í gær, sé hvernig hún braggast.

Ein skalamynd. :D Glittir í balahákarlinn fyrir aftan.

Image

edit: note to self. verð að muna að slökkva öll óþarfa ljós áður en ég set mig í myndastellingar.
AAAlgjört drama !
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Getur það verið að molly-inn viti kynið á óskarnum mínum? Hann er alltaf að reyna við óskarinn. :shock:

Annars ætla ég að slútta 17l búrinu. Sem er synd því það er eina búrið sem ég er virkilega ánægð með. En ég nenni ómögulega að vera með 3 búr.

Eitthvað er búið að vera um dauðsföll í 54l búrinu. Cory lést af sárum sínum og annar gúbbíkarlinn er horfinn. Varð sennilega rækjusnakk. Fyrsti gúbbíinn minn. :(

Versta er að þegar það verða svona dauðsföll hjá mér þá fer ég alltaf í fýlu og vil jafnvel hætta þessu fiskaveseni. Er svo dramatísk.

Gerði vatnskipti og er búin að vera að dunda mér við það að færa rækjur úr smábúrinu í 54lítrana. Ætla samt að bíða aðeins með að færa baby-in.
AAAlgjört drama !
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kann ekki á þetta, en ég er með sverðdraga kerlingu sem að þvælist í Jardini daginn út og daginn inn, hefur reyndar minnkað til munar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
KarenThöll
Posts: 62
Joined: 28 Dec 2009, 21:10

Post by KarenThöll »

Guppy karlinn minn er líka búin að vera rosa mikið utan í einni sverðdraga konuni og hún er búin að fitna rosa og það er engin sverðdraga kall í búrinu :roll: :?
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Miklar breytingar í gangi fisklega séð. Keypti 3 kerlingar fyrir gúbbíkarlinn sem ég átti eftir. Ein gaut stuttu eftir að ég fékk hana og sat ég á stól með hökuna á borðinu í klukkutíma að fylgjast með henni. Fékk hálsríg en tótallí vörþ it! :P

Keypti nýja peru í 54l búrið og gróðurinn er alveg að fíla það.

Gullskalinn minn drapst og fleiri fiskar voru hálf laslegir í stóra búrinu þannig að ég skrapp til Vargs og keypti eitt stk. hitara í staðinn frir þann sem ég sprengdi. Þessi laslegu eru orðnir núna hressir en hins vegar hefur óskarinn ekki viljað borða neitt að ráði í dag. :shock: Er að reyna að lesa ekki mikið í það. Þannig hef ég misst 2 skala. Þeir missa lystina og veslast upp. Ráð vel þegin.

Missti vitið og keypti mér 3 perlugúrama og setti í stóra búrið. Ekki voða gáfulegt því að veikin gæti ennþá verið í gangi en ég krossa bara putta.
AAAlgjört drama !
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ertu búinn að prófa að taka hraustleg vatnsskipti ?
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

hef þau vanalega frekar hraustleg. Tek 50%-75% vikulega.
AAAlgjört drama !
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þá gæti verið ráð að hækka hitan í 28° í nokkra daga og sjá hvort þeir hressist.
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Það er ég einmitt að gera núna. Vona að það virki.
AAAlgjört drama !
Post Reply