veikur fiskur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Óskin
Posts: 6
Joined: 18 Oct 2009, 00:08

veikur fiskur

Post by Óskin »

gullfiskurinn minn er að deyja held ég..hann byrjaði að fá svona rauða bletti það er þó nokkuð langt síðan og svo í gær þá byrjaði hann að leggjast saman, það er kúla á maganum( mér dettur í hug sundmagi) og hann virðist hanga og fljóta um búrið...einstaka sinnum syndir hann og hann borðar líka alveg eðlilega...er til e-ð í dýrabúð sem hægt er að kaupa? veit þessi lýsing er kannski ekki nógu góð en ef einhver kannast við hana og hugsanlega veit hvað hægt er að gera þá væri það vel þegið.

Þeir eru tveir gullfiskarnir og hinn er kominn með pinu lítinn rauðan blett hægra meginn við uggann og ég óttast að með tímanum fari hann sömu leið.


öll hjálp vel þeginn :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér sýnist að þú þurfir bara að bæta þig heldur betur í vatnskiptunum.
Hvað eru fiskarnir í stóru búri og hvað skiptir þú oft um vatn og hvað mikið í einu ?
sandy
Posts: 5
Joined: 03 Feb 2010, 12:41

re veikur fiskur

Post by sandy »

ég skipti um vatn á 5-7 daga fresti þá tek ég ca 30% af því og set nýtt í og svo á 10 daga fresti þá hef ég tekið allt og þrifið

fiskarnir eru í 48 lítra búri og þeir eru tveir gullfiskar ásamt 6 neontetrum.

ég gef 2x á dag og mjög lítið í senn, ég er líka með timer á búrinu og það er kveikt í 8 klst á dag
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: re veikur fiskur

Post by keli »

sandy wrote:á 10 daga fresti þá hef ég tekið allt og þrifið
Þetta er líklega vandamálið. Þú drepur alla góða bakteríuflóru með þessum æfingum þannig að búrið er í tómu rugli alltaf og fiskarnir þar með líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sandy
Posts: 5
Joined: 03 Feb 2010, 12:41

veikur fiskur

Post by sandy »

ég hef reyndar þurft að gera þetta þvi að búrið hefur verið mjög skítugt og vatnið ekki nógu gott en ég er nýbúin að kaupa nýja og öfluga dælu svo að ég hef ekkert verið að gera í um 10 daga.

en er þá ekkert hægt að gera til að annað hvort bjarga fisknum og eða hindra að hinir lendi svona líka ?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

skipta reglulega um vatn 50% í viku og ekki taka allt búrið í gegn í einu, það er miklu leyðinlegra að þrífa búr þegar þau eru orðin virkilega subbuleg heldur en að ryksuga sandinn og þrífa glerið reglulega ;)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: veikur fiskur

Post by Arnarl »

sandy wrote:ég hef reyndar þurft að gera þetta þvi að búrið hefur verið mjög skítugt og vatnið ekki nógu gott
Þá hlýturu að vera gefa of mikið
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

svo getur þú skoðað gamla þræði sem fjalla um þetta. Þetta hefur verið rætt svo oft með þessi vatnaskipti og matargjafir :wink:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply