Neon Tetrur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Kata_osp
Posts: 16
Joined: 03 Feb 2010, 18:52
Location: Akranes

Neon Tetrur

Post by Kata_osp »

ég var að fá mér 2 neon tetrur í dag og svo sæta albinóga rygsugu, nema það að neon tetrurnar mínar eru bara ekkert eins neon og þær væru í búðinni, þær eru bara gráar og svo einsog þær séu alltaf að "kúka" hef ekki hugmynd um hvað það er. þær vilja ekkert sinda og bara reina að fela sig... ég er með bara lítið búr eða þanig held að það sé alveg vel 10L (btw pælinginn er að fá sér fleiri... )
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

10L er bara nanó-nanó þetta er alveg rosalega líttið búr
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Kata_osp
Posts: 16
Joined: 03 Feb 2010, 18:52
Location: Akranes

Post by Kata_osp »

okei en þetta er svona kúla sko... ekki kassi
Kv Kata
1 albinóa rygsuga.
2 neon tetrur.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

já Tetrur eru fiskar sem þþurfa heitt vatn eða um 24 gráður og starra en 10L búr og fyrir utan það er miklu meiri sveiflur í vatnsgæðum og hitastigi í svona litlu búri
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Kata_osp
Posts: 16
Joined: 03 Feb 2010, 18:52
Location: Akranes

Post by Kata_osp »

okei vá hvað maður heldur að þetta sé eithvað svo auðvelt að eiga fiska en það er bara vesen... ;) hehe en já búrið er sko alveg 35cm á hæð og 24,5cm á breid þar sem það er stæst...
en getur þetta ekki bara verið að þær séu að átta sig á breitingunum á að fara í annað búr... ???
Kv Kata
1 albinóa rygsuga.
2 neon tetrur.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Þá er búrið alveg örugglega stærra en 10L en annars er ekkiert svo mikið vesen að eiga fiska ef maður hefur áhuga á því og ef þú ert dugleg að þrífa búrið er þetta miklu skemmtilegra, minna vesen með sjúkdóma og skemmtilegra að horfa á það. Ekki bíða eftir að búrið verðu drulluskítugt, ekki gefa fiskunum of mikið (þeir eiga að klára matinn á ca. 30-120 sek.) og skiptu um ca 50% af vatninu út fyrir hreynt vatn einusinni í viku :) og gangi þér vel með fiskana og svo bara eitt, ÞVÍ STÆRRA SEM BÚRIÐ ER, ÞVÍ BETRA.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef grunnskólastærðfræðin bregst mér ekki þá er rúmmál kúlu sem er 17cm í radíus uþb 20.5 lítrar. Neontetrur þurfa þó hitara og dælu til að hafa það gott.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Skelltu dælu í búrið og einhverjum gullfiskagreyjum, tetrur þurfa heitt vatn og eru hópfiskar og þurfa því að vera 5-6 til að líða vel.
Spurðiru ekki starfsmann verslunar hvort að það væri í lagi að hafa fiskana í búrinu áður en þú keyptir þá?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Mæli alls ekki með því að hafa neon tetrur í kúlu :?
(né nokkurn annan fisk)

Neon tetrur (og allar tetrur) eru hópfiskar.
Til að þeim líði sem best þá ætti að hafa þær ekki færri en 6 saman,
og lang best er að hafa þær 10-40 saman (alveg upp í 100-1000 saman, fer eftir búrstærð) og hafa þær í gróðurmiklu, ferhyrndu búri.
Allavega 60L búri.
Þær vilja 25-26gráður og þær fíla sig best í lygnum straum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Kata_osp
Posts: 16
Joined: 03 Feb 2010, 18:52
Location: Akranes

Post by Kata_osp »

Síkliðan wrote:Skelltu dælu í búrið og einhverjum gullfiskagreyjum, tetrur þurfa heitt vatn og eru hópfiskar og þurfa því að vera 5-6 til að líða vel.
Spurðiru ekki starfsmann verslunar hvort að það væri í lagi að hafa fiskana í búrinu áður en þú keyptir þá?

Jújú ég spurði, meira seigja um margt sem ég hefði ekkert þurft að vita. en hún sagði mér t.d. ekkert hvað vatnið ætti að vera heitt eða að þetta væru hófiskar... þá er gott að hafa svona síðu þar sem maður getur spurt... :lol:
Kv Kata
1 albinóa rygsuga.
2 neon tetrur.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

en það er verra að fólk sem hefur ekkert vit á fiskum afgreiði mann
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ekki góð þjónusta þar á ferð.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply