rækjur og ankistrur?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

rækjur og ankistrur?

Post by gudrungd »

ég varð fyrir þeirri óvæntu ánægju að finna 5 ankistruseiði í gullfiskabúrinu mínu. ég hélt að hængurinn þar væri allt of lítill til að vera kynþroska og hrygnurnar reyndar líka :shock: eftir einn dag fann ég ekkert seiði þar til ég kíkti ofaní dælukassann með vasaljósi þá fann ég 2 lifandi og eitt dautt.

að því að ég best veit þá eru 5 seiði þónokkuð mikil afföll, hvort sem það er í hrygningu eða síðar svo að ég ákvað að veiða þessi upp svo að þau yrðu ekki étin af gullfiskunum. ég hafði ekki betri mögulegan stað en að skella þeim með rækjunum í nanóbúrið, þau eru helmingi minni en rækjurnar. ég er að vonast til að það komi önnur hrygning svo að það er ágætt að fá ráðleggingar fyrir framtíðina!

geta rækjurnar skaðað ankistrurnar eða öfugt? eru diskusarnir ekki jafn líklegir til að éta seiðin og gullfiskarnir? aðrir möguleikar eru ócyclað nanóbúr, búr með brichardi og einni ankistru og gúbbífiskabúr með stórum kellingum sem éta seiðin undan sér á ótrúlegum hraða ef þær komast í þau. hvað er nú best? :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eitt í hvert búr. :)
...annars held ég að seiðanet sem hengt er innan á búrið sé bara málið þangað til að þau eru komin í save stærð í guppy búrið.
Gætir kannski bjargað þér á að hafa þau bara í háf.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Einhvernveginn get ég ekki ýmindað mér að gúbbíarnir éti ancistruseiðin, allavegana fannst mér mín vera það stór þegar þau fóru á stjá að ég hafði engar áhyggjur af þeim.
Ég setti 2 í búr með stórri sverðdragakellingu og hún leit ekki við þeim
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

mér hefur gengið best með að setja ancistru seiði í svona hangandi seiðabúr og hef bara haft gúrku ofan í hjá þeim þá liggja þau á gúrkunni og er feit og battaraleg, varð ekki var við að neitt dræpist síðast þegar ég gerði þetta.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Vargur wrote:Eitt í hvert búr. :)
...annars held ég að seiðanet sem hengt er innan á búrið sé bara málið þangað til að þau eru komin í save stærð í guppy búrið.
Gætir kannski bjargað þér á að hafa þau bara í háf.
Vargur getur þú selt mér 2 fiskabúr? :wink: þetta með seiðanetið er annars góð hugmynd, ég á bara hina týpuna en það er svo lélegt streymi í gegnum það að ég er ekki hrifin af því. en hvað með rækjurnar? ekkert bögg líklegt þar á milli?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hefði áhyggjur af því að ansisturnar éti rækju ungviði.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég hef verið með ancistrus með rækjum og þeim virtist ekki fækka og fjölguðu sér vel
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply