Tjörn 9000l

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
helgi h s
Posts: 5
Joined: 18 May 2007, 15:03

Tjörn 9000l

Post by helgi h s »

Góðann daginn, eða kvöldið. Ég var að búa til tjörn í garðinum hjá mér og ætla að setja fiska í hana. En ég er enginn pro um tjarnir svo ég var að spá hvernig hreinsibúnað ég ætti að hafa. Tjörnin er um 9000l
það vantar meiri sand í hana og að klára pallinn í kring

Myndir

Image



Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Ég hef ekkert vit á tjörnum en ég vildi bara segja VÁ ! geggjað flott hlakka bara til að sjá hvernin þetta þróast. :lol:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mjög lagleg tjörn hjá þér :), ertu með einhvern hreinsibúnað ?
Búinn að ákveða hvernig fiska þú ætlar að fá þér ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Er þetta tjarnardúkur sem þú ert með í botninum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nú þegar þú minnist á það þá lookar þetta út eins og plast :S
Kv. Jökull
Dyralif.is
helgi h s
Posts: 5
Joined: 18 May 2007, 15:03

Post by helgi h s »

það er dúkur sem undirlag og svo er tvöfalt þolplast yfir hann, ég er eiginlega búinn að kaupa tvo koi fiska. Það er ein lítil dæla í tjörninni en hún er engan vegin nóg.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei það ætti að halda eitthvað smá :D, ættir að kíkja í Dýralíf og skoða þar stærsta Koi úrval landsins eru eitthvað í kringum 300 fiskar þarna og mjög mikið af búnaði fyrir tjarnir, öflugir hreinsar þarna
Last edited by Squinchy on 19 May 2007, 02:56, edited 1 time in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Plastið á mjög líklega eftir að byrja að leka hjá þér þegar líður á sumarið eða amk eftir veturinn. Áður en þú ferð að fylla þetta af fiskum og svona myndi ég fjárfesta í alvöru tjarnardúk nema þig langi að gera tjörnina algjörlega upp fyrir hvert sumar...

Ég hef séð allnokkra reyna að nota hina og þessa plast"dúka" og verið svo spældir þegar þetta fer allt að leka og vera leiðinlegt :(

Þetta lítur annars mjög vel út hjá þér - þarft bara að endurskoða dúkinn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
helgi h s
Posts: 5
Joined: 18 May 2007, 15:03

Post by helgi h s »

keli wrote:Plastið á mjög líklega eftir að byrja að leka hjá þér þegar líður á sumarið eða amk eftir veturinn. Áður en þú ferð að fylla þetta af fiskum og svona myndi ég fjárfesta í alvöru tjarnardúk nema þig langi að gera tjörnina algjörlega upp fyrir hvert sumar...

Ég hef séð allnokkra reyna að nota hina og þessa plast"dúka" og verið svo spældir þegar þetta fer allt að leka og vera leiðinlegt :(

Þetta lítur annars mjög vel út hjá þér - þarft bara að endurskoða dúkinn.
Það er öflugri dúkur en þeir eru að selja sem tjarnardúk í tjörninni þannig að þetta ætti allveg að halda :wink:
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

YESSSS!!!!

Hæ Helgi! :)
-frábært, loksins er ég ekki ein hérna með áhuga á tjörnum :D

Tjörnin hjá þér er GLÆSILEG!
Þú átt skemmtilega og spennandi tíma fyrir höndum ;) því að þegar þú ert byrjaður að skapa lífríki á borð við þetta - þá er engin leið til baka LOL

Tjörnin þín er falleg, fellur vel í pallinn sem þú hefur í kring.
Einnig finnst mér frábært hvernig þú hefur raða stórum steinum í botninn ;)

En líður á sumarið þá mun þörungagróður hylja allt í tjörninni, Steinana, botninn og einnig mun setjast lag af úrgangi á botninn og nánast hylja sandinn / smásteinana sem þú setur þar.
-Ef þú ætlar að hafa Koi en ekki Comet Gullfiska, þá þarftu öflugt hreinsikerfi. Að sjálfsögðu fer það eftir því hvað fiskarnir eru margir, en ég mæli með því að þú skoðir ýmsan hreinsibúnað sem er að finna í gæludýraverslunum.
-Vil benda þér á http://www.gosbrunnar.is sem er með ágætt úrval af dælum og hreinsibúnaði fyrir Fiskatjarnir á góðu verði.

GAMAN, þú ert rétt að byrja ;)
-það verður gaman að fylgjast með hjá þér, endilega leyfðu okkur að fylgjast með framgangi mála - og við ELSKUM myndir!

Skoðaðu gjarnan þráðinn minn hérna fyrir neðan (8000 lítra garðtjörn í Mosfellsbæ)
viewtopic.php?t=578
líklega getur þú notfært þér upplýsingar sem ég skrifaði þar :)

Hlakka til að fylgjast með! -og ekki hika við að hafa samband við mig ef þú vilt!

..þú átt skemmtilegt sumar fyrir höndum ;)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Finnst óþarfi að gera nýjan þráð fyrir mína spurningu en hafið þið tjarnarfólkið prófað styrjur?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta er fínasta tjörn, sá hana í dag og kom með tvo nýja íbúa í hana, vonandi gengur allt að óskum
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Sliplips - ég hef ekki prófað Styrjur .. hefurðu séð þær í garðtjörnum?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kristín, ég datt í gamalt Hús og Hýbýli á læknastofu og sá þar grein um tjörn sem Úlfar Finnbjörnsson kokkur er með og hann var með styrjur og koi (held að blaðið hafi verið síðan í ágúst ´05)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

styrjur eru kaldvatnsfiskar sem verð u.þ.b. 2 metrar á lengd!.. :D
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

aaahh, alveg rétt - ég sá "einhverja risafiska" innan um stóru Koi fiskana hjá Úlfari í "Stöðuvatninu" hans ... Kiddi í Dýragarðinum kom Úlfari í samband við mig og þeir komu og skoðuðu hjá mér, við fórum síðan til Úlfars...
-ég get sagt ykkur að mín tjörn er eins og pollur miðað við hans! :shock:
-Tjörnin hans er ca. 50.000 lítra "Lake Michigan" og staðsett fyrir framan húsið, alveg ótrúlega vel heppnað hjá honum og GULLFALLEGT!!!!

Úlfar hefur lagt ótrúlega mikla vinnu í tjörnina, síukerfið - og mjög svo flottan læk sem steypist niður í fossum & flúðum...

En, ég læt mér nægja að leggja áherslu á Comet, Sarasa Comet og Shubunkin Gullfiska í minni tjörn - það eru bara tveir litlir Koi hjá mér sem eiga eftir að verða "Risasvín" með árunum og þegar þeir verða of stórir, gef ég þá einhverjum sem á stærri tjörn .. svona áður en þeir byrja að éta tjarnargróðurinn :roll:

Gullfiskar láta gróður í friði og éta bara þörunga, eru líka harðgerðari en Koi sem étur allt sem hann kemur upp í sig :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er þá alveg klárt að styrjurnar lifa hér, greinin er að verða 2 ára.
Vissulega er hans tjörn risastór og mjög flott, en mér finnst þín tjörn meira kósí.

En nú ættum við kannski að afhenda helga aftur þráðinn.. hihi..
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ofboðslega flott hjá þér :)
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

En nú ættum við kannski að afhenda helga aftur þráðinn.. hihi..
Helgi, ertu þarna??????

datt í hug ... þú spurðir um hreinsibúnað, hérna eru nokkrir "linkar" sem þú getur skoðað;

http://skippystuff.com/

http://www.worldofwater.com/filtration.htm

http://koivet.com/

Koiphen.com http://www.koiphen.com/forums/forumdisp ... 2e9b8&f=66

American Ponders http://www.americanponders.com/forum/index.php

fullt af upplýsingum hjá frábæru fólki á spjallrásunum - enjoy the reading
Post Reply