Grjót í ferskvatnsbúri að kristallast :S

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
reyndeer
Posts: 24
Joined: 22 Mar 2009, 19:25

Grjót í ferskvatnsbúri að kristallast :S

Post by reyndeer »

Tók eftir þessu fyrir þónokkru síðan, að grjótið/mölin í búrinu mínu er að mynda litla kristalla á yfirborðinu á sumum grjótunum. Er búinn að hringja í dýrabúðir og spyrja um þetta, en enginn virðist kannast við þess konar kristöllun. Nota smá salt í búrin ef sjúkdómar koma upp, en þetta var byrjað langt áður en ég byrjaði að nota salt. Er að pæla hvort þetta sé einhverskonar uppsöfnun í búrinu, eða bara hvort það séu einhver efnaskipti í grjótinu. Þetta er bara venjuleg möl sem ég keypti frá Fiskó, þetta er ekki áhyggjuefni, meira forvitni, því fiskarnir og sniglarnir mínir eru í fínu ástandi :) Er einhver annar að lenda í svona, eða hefur einhver svör við þessu?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Er hægt að sjá myndir ?
Post Reply