Ég veit ekkert, við sáum að hún var eitthvað að fela sig í gær og settum hana í annað búr þar sem hún var bara ein, hún var rosalega ósátt en núna er ég búin að kíkja og er búi að sjá nokkur seiði, veit ekki hve mörg en allavega sá ég tvö í einu. Ég veit ekki hvort gotið sé búið hjá henni en á ég að færa hana yfir til hinna strax og hafa seiðin ein?
Ég veit nefnilega ekki neitt, og vil ekki að þau verði étin af sinni eigin móður!
