
Ég er með 55 l búr með guppy fiskum + 2 ancistrum og nú voru mér gefnar 2 corydoras. Ganga þær vel með ryksugunum? Ætti ég að fjölga Corydorunum svo þeim líði betur eða kannski finna gott heimili fyrir þær? Þetta búr er kannski of lítið fyrir 2 ancistrur og 4 corydoras?
Eftir "sniglapláguna miklu" (litlu "flötu" sniglarnir) hafa assassin sniglarnir gengið frá þeim og fjölgað sér svo nú í kvöld taldi ég um 30 assassin snigla á öllum aldri/stærð í búrinu.
Nú er mig farið að langa í eplasnigla aftur í búrið og langar að forvitnast hvernig þeir eru með assassin sniglum?
Miðað við "eðlileg" vatnsskipti í búrinu ("ryk"suga botninn og skipti um ca 25% av vatninu 3 sinnum í mánuði) hversu oft hreinsið þið búrið alveg? Þ.e.a.s. tæmið búrið alveg og þrífið?
Með von um svör
