Sniglar - ryksugur - þrif...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fanna
Posts: 7
Joined: 09 Aug 2008, 21:10
Location: Mosfellsbær

Sniglar - ryksugur - þrif...

Post by Fanna »

Dembi mér hérna inn og kem með nokkrar "byrjenda" spurningar. :oops:

Ég er með 55 l búr með guppy fiskum + 2 ancistrum og nú voru mér gefnar 2 corydoras. Ganga þær vel með ryksugunum? Ætti ég að fjölga Corydorunum svo þeim líði betur eða kannski finna gott heimili fyrir þær? Þetta búr er kannski of lítið fyrir 2 ancistrur og 4 corydoras?

Eftir "sniglapláguna miklu" (litlu "flötu" sniglarnir) hafa assassin sniglarnir gengið frá þeim og fjölgað sér svo nú í kvöld taldi ég um 30 assassin snigla á öllum aldri/stærð í búrinu.
Nú er mig farið að langa í eplasnigla aftur í búrið og langar að forvitnast hvernig þeir eru með assassin sniglum?

Miðað við "eðlileg" vatnsskipti í búrinu ("ryk"suga botninn og skipti um ca 25% av vatninu 3 sinnum í mánuði) hversu oft hreinsið þið búrið alveg? Þ.e.a.s. tæmið búrið alveg og þrífið?

Með von um svör :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ALDREY að taka búrið alveg í gegn. :!: fleyri corydoras eru skemmtilegri og þeir ættu bara að lifa góðu lífi með ryksuginum. Ég veit ekkert um snigla.

Annars hvet ég þig til að lesa þessa grein http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3189
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Coryarnir eru fínir í þetta búr og jafnvel í lagi að bæta 1-2 við.
Mér líst vel á rútínu hjá þér við búrið nema hvað ég mundi skipta um meira vatn í einu, allavega 30-50%
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Hér getur þú lesið allt um eplasnigla.
http://www.applesnail.net/
Fanna
Posts: 7
Joined: 09 Aug 2008, 21:10
Location: Mosfellsbær

Post by Fanna »

Takk kærlega fyrir svörin :)
Post Reply