Dwarf Gourami - ræktun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Dwarf Gourami - ræktun

Post by skarim »

Eru einhverjir að rækta þessa tegund?

Ég keypti nýlega 1 KK og 1 kvk. Hængurinn byrjaði á því að marka sér yfirráða svæði og svo byrjaði hann að tæta gróðurinn. Ég hef leyft gróðrinum að fljóta á yfirborðinu þar sem hængurinn þarf gróðurinn til þess að gera loftbóluhreiður en hann er ekkert að gera hreiðrið.

Er krafturinn á dælunni að hindra að hann geri hreiðrið? er búinn að prófa að breyta um stefnu á því svo vatnið hreyfist sem minnst á yfirborðinu.


Video hverning hreiðrið er gert: http://www.youtube.com/watch?v=sdqw7Yk7uj0

Búr: 125L juwel
Hitastig 26 gráður
Íbúar: 2x tigris pecoltia, 2x dwarf gourami, 2x skalar, 1x bardagafiskur, 3x eplasniglar.
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Hann þarf að vera einn í búri til að gera hreiður held ég
Kveðja Hrannar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef ekki ræktað þetta sjálfur en held að til þess að þetta gangi upp þurfi parið eða eða í það minnsta karlinn að vera einn í búri og án dælu svo hann geti gert hreiðrið í friði.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, yfirborðið má eiginlega bara ekkert hreyfast... smá hreyfing er of mikið.

Kerlingin má alveg vera með karlinum, en það er hætt við því að hann stúti henni þegar þau eru búin að hrygna. Fínt að taka hana frá eftir hrygningu og svo karlinn frá þegar seiðin hafa klakist út...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Takk fyrir góð svör :D
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

ÉG hef oft verið að reyna að rækkta Dverga Gúramí og þá setti ég hann í sér búr hafði vatnið í 10-15 cm hæð og hafði hitan í 27-28 og fyrst lét ég kallinn ofaní búrið og hann gerði hreiður svo setur maður kellinguna ofaní til hanns (mér finnat alltílagi að hafa kellinguna ofnaí á meðan hann gerir hreyðrir bara hafa nokkra felustaði fyrir hana)
Og það er bara gaman að reyna en það tókst reyndar alldrey hjá mér en mér var sagt að gera þetta svona. Ég náði líka bara að gera þetta nokkrum sinnum því kallinn dó svo þannig að ég gat ekki haldið áfram að reyna en það kemur bara með tímanum.
En reyndar þá gerði kallinn hreiður einusinni í aðal búrinu og hann kreisti útúr eggin útúr kellingunni en þau átu þau um leið :shock:
Vonandi að þetta geti hjálpað þér 8)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

smá off topic, eða svona næstum

Ég á tvo bláa dverg gúrama, hvernig sér maður kynjamun?

Veit ekki hvernig er með mína, en þeir eru aldrei saman, alltaf í sitthvoru horninu og annar þeirra hálf ræðst á hinn ef hann kemur of nálægt.
Ég er kannski bara með tvo kalla?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Gúrama karlinn er stærri og með meiri lit en kellingin er minni og frekar litlaus.
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Þú sérð líka ef þú ferð á www.fiskabur.is þá er mynd af því hvernig bakugginn er lengri á karlinum
Kveðja Hrannar
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Mynd af hreiðrinu

Post by skarim »

Færði gúramann í 35L búr, bara með hitara og enga dælu né loftdælu :shock:

Svona lítur hreiðrið út
Image
Post Reply