Veikur gullfiskur.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
singiber
Posts: 2
Joined: 14 Feb 2010, 01:17

Veikur gullfiskur.

Post by singiber »

Jæja..
Ég er með 3 gullfiska í 25L búri. Það er ekki loftdæla en sía sem vatnið rennur stöðugt í gegnum og bunar svo ofan í búrið og þannig kemur líka hreyfing á vatnið og loftbólur. Fiskarnir eru aldrei neitt að vesenast við að gleypa loft í yfirborðinu og ég er næstum því viss um að það er alveg nóg súrefni hjá þeim.

Ég skipti um hluta af vatni og þreif hluta af sandi í síðustu viku og í kjölfarið fór elsti fiskurinn að slappast, hann liggur bara á botninum og slappast sífellt meira.
Nú tók ég smá af vatni og steinum með honum og færði í annað búr, setti slatta af nýju vatni með og saltaði það líka. Hann virðist samt ekkert hressast neitt. Ég passaði alveg uppá að hitastigið væri mjög svipað því sem hann var að koma úr.

Þetta hefur gerst áður, þá drápust tveir með rúmlega 2 vikna millibili. Þeir urðu alveg eins, fóru að liggja á botninum og drápust svo. Í kjölfarið keypti ég svo nýtt búr (hitt var ekki með neinni dælu eða ljósi) og ég hafði þennan einan í búri í langan tíma á eftir til að vera viss um að það væri í lagi með hann. Hann varð reyndar aðeins slappur þá líka en jafnaði sig fljótt, varð aldrei eins slappur og hann er núna.
Þá skoðaði ég helling af umræðum og ég fer ágætlega eftir þeim leiðbeiningum sem ég hef séð hér og annars staðar.

Ég skipti mjög relgulega um svona líter af vatni, stundum meira, bara eftir því hvað ég nenni að fylla könnuna oft :)
Gef þeim mjög lítið að éta, bara nokkrum sinnum í viku, ég þríf aldrei allt vatnið og aldrei alla steinana.

Hefur einhver einhverja hugmynd um hvernig ég gæti mögulega komið í veg fyrir að fiskarnir haldi áfram að veikjast?
Ætti ég að hafa áhyggjur af því að það sé eitthvað komið í búrið þar sem einn er orðin veikur?
Það er ekkert sjáanlega á honum, engir blettir af neinu tagi eða neitt.

Mér finnst alveg agalegt að þessi sé að drepast því hann hefur verið svo hress á meðan hinir voru að drepast, hann er innan við árs gamall.

Með von um aðstoð.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

lítersvatnskipti gerir ekki neitt, ekki einu sinni í 25L búri.
mengunin í vatningu byggist upp og svona lítil vatnsskipti gera ekki mikið til að halda henni niðri.

Getur hugsað þetta svona; búrið er 25 lítrar og 3 gullfiskar í svo fáum lítrum menga líklega frekar fljótt.
Ef nítratið fer t.d. uppí 25 á einni viku (bara sem dæmi), og þú myndir skipta um 2,5L eftir vikuna þá myndu vatnsskiptin aðeins minnka nítratið um 10% því aðeins 10% af vatninu er skipt út fyrir nýtt.
Nítratið fer því niður í 22,5.
Eftir aðra viku er nítratið aftur búið að hækka um 25 og komið í 47,5.
10% vatnsskipti gerð og nítratið lækkar aðeins um 4,75.
Eins og þú sérð þá byggist nítratið upp með tímanum og vatnið verður á endanum baneitrað :)

það gæti þó vel verið að þeir séu að drepast af öðrum ástæðum, vildi bara skjóta þessu inn
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hreinsaðu sandinn í hvert skipti sem þú skiptir um vatn, það grasserar drullan í sandinum og það skiptir meira máli en að skipta bara um vatnið. það eru til rör með slöngu til að gera þetta en það er líka hægt að búa það til sjálfur úr gosflösku og garðslöngu. gullfiskar skíta rosalega en eru líka harðgerir. saltaðu vel í búrið, ég man ekki hlutföllin, ég hef saltað með maldon salti og reynt að láta fiskana éta flögurnar og það hefur hjálpað mikið.
singiber
Posts: 2
Joined: 14 Feb 2010, 01:17

Post by singiber »

Andri Pogo wrote:lítersvatnskipti gerir ekki neitt, ekki einu sinni í 25L búri.
mengunin í vatningu byggist upp og svona lítil vatnsskipti gera ekki mikið til að halda henni niðri.

Getur hugsað þetta svona; búrið er 25 lítrar og 3 gullfiskar í svo fáum lítrum menga líklega frekar fljótt.
Ef nítratið fer t.d. uppí 25 á einni viku (bara sem dæmi), og þú myndir skipta um 2,5L eftir vikuna þá myndu vatnsskiptin aðeins minnka nítratið um 10% því aðeins 10% af vatninu er skipt út fyrir nýtt.
Nítratið fer því niður í 22,5.
Eftir aðra viku er nítratið aftur búið að hækka um 25 og komið í 47,5.
10% vatnsskipti gerð og nítratið lækkar aðeins um 4,75.
Eins og þú sérð þá byggist nítratið upp með tímanum og vatnið verður á endanum baneitrað :)

það gæti þó vel verið að þeir séu að drepast af öðrum ástæðum, vildi bara skjóta þessu inn
já ok - takk fyrir þetta. Ég ætti ss að skipta um mun meira vatn í einu? Skipta þá kannski sjaldnar og taka nokkra lítra í einu?
Ég er alltaf að reyna að finna þetta gullna jafnvægi, að hafa vatnið gott fyrir fiskana en skipta ekki um of mikið í einu.

Fiskurinn drapst um nóttina. Ég er komin á þá skoðun að búrið beri bara max 2 fiska. Mig langar mjög í stærra búr en það er ekki hægt eins og er.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að litlu hringirnir sem eru í síunni (kolefnis?) hjálpi til við að viðhalda einhverri bakteríuflóru?

Mig grunaði aldrei að þetta fiskadót væri svona mikið mál. Ég vil að fiskunum líði vel og að þeir haldist á lifi en það virðist dáldið mál, amk svona til að byrja með.
Takk kærlega fyrir hjálpina.
Post Reply