Ég er með 3 gullfiska í 25L búri. Það er ekki loftdæla en sía sem vatnið rennur stöðugt í gegnum og bunar svo ofan í búrið og þannig kemur líka hreyfing á vatnið og loftbólur. Fiskarnir eru aldrei neitt að vesenast við að gleypa loft í yfirborðinu og ég er næstum því viss um að það er alveg nóg súrefni hjá þeim.
Ég skipti um hluta af vatni og þreif hluta af sandi í síðustu viku og í kjölfarið fór elsti fiskurinn að slappast, hann liggur bara á botninum og slappast sífellt meira.
Nú tók ég smá af vatni og steinum með honum og færði í annað búr, setti slatta af nýju vatni með og saltaði það líka. Hann virðist samt ekkert hressast neitt. Ég passaði alveg uppá að hitastigið væri mjög svipað því sem hann var að koma úr.
Þetta hefur gerst áður, þá drápust tveir með rúmlega 2 vikna millibili. Þeir urðu alveg eins, fóru að liggja á botninum og drápust svo. Í kjölfarið keypti ég svo nýtt búr (hitt var ekki með neinni dælu eða ljósi) og ég hafði þennan einan í búri í langan tíma á eftir til að vera viss um að það væri í lagi með hann. Hann varð reyndar aðeins slappur þá líka en jafnaði sig fljótt, varð aldrei eins slappur og hann er núna.
Þá skoðaði ég helling af umræðum og ég fer ágætlega eftir þeim leiðbeiningum sem ég hef séð hér og annars staðar.
Ég skipti mjög relgulega um svona líter af vatni, stundum meira, bara eftir því hvað ég nenni að fylla könnuna oft

Gef þeim mjög lítið að éta, bara nokkrum sinnum í viku, ég þríf aldrei allt vatnið og aldrei alla steinana.
Hefur einhver einhverja hugmynd um hvernig ég gæti mögulega komið í veg fyrir að fiskarnir haldi áfram að veikjast?
Ætti ég að hafa áhyggjur af því að það sé eitthvað komið í búrið þar sem einn er orðin veikur?
Það er ekkert sjáanlega á honum, engir blettir af neinu tagi eða neitt.
Mér finnst alveg agalegt að þessi sé að drepast því hann hefur verið svo hress á meðan hinir voru að drepast, hann er innan við árs gamall.
Með von um aðstoð.