Sérsmiðuð lok - hvar?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Sérsmiðuð lok - hvar?

Post by Birkir »

Ég er með eitt 100l búr sem er að safna ryki. Langar að gera það fallegt.

Hafið þið einhverja reynslu af því að láta sérsmiða lok fyrir ykkur? Hvar hafið þið gert það?

Ég er einnig með lok með venjulegum perustæðum, hvernig svissar maður yfir í stæði fyrir flúor? ég er alls ekki handlaginn þannig að ef þið getið bent mér á einhverja sanngjarna aðila sem gera svona fyrir mann þá væri það vel þegið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú ert ekki handlaginn og þarft að fara að kaupa vinnu við þetta fyrir svona lítið búr held ég að það borgi sig aldrei.
Einfaldast og sjálfsagt ódýrast er að skera bara gler í lokið.
Er einhver rammi utan um búrið ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Þetta er ál-rammi held ég.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er þá ekki hægt að sníða glerplötur ofan á ramman og koma svo ljósi fyrir ofan á glerinu.
Menn hafa einnig smíðað lok úr áli og vatnsvörðum krossvið en slík lok eru sjaldnast augnayndi nema fagmaður geri þau en kostnaðurinn við svona lítið lok yrði sjálfsagt svipaður því sen nýtt fiskabúr með loki og öllu kostar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða mál eru á þessu búri hjá þér ?
Post Reply