co2 diy vandamál :o/

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

co2 diy vandamál :o/

Post by mambo »

Þannig er mál með vexti að ég prófaði að gera mitt eigið co2 dæmi :o)

notaði 2l pepsi flösku. setti í hana 400gr sykur, 4tsk ger og 2tsk matarsódi.

Það byrjaði að búbla í búrið eftir smástund..... svo ég skellti mér og bollubakstur :o) þegar ég leit svo aftur inn í stofu (eftir um 30 min) var búrið orðið skelfilega skýjað, svo ég kippti þessu frá.

hvað er ég að gera vitlaust?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Getur verið að blandan hafi verið of heit og gerjunin of kröftug vegna þess ?
Voru þetta kúfullar teskeiðar af geri ? Ég nota bara sléttfulla á hver 100 gr af sykri.
Var flaskan alveg stútfull ? Það er best að fylla hana ekki meira en 3/4.
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

já, flaskan var nánast alveg full. þannig að þegar gumsið byrjaði að verka, þá þandist það út og beint í slönguna.

er þá nokkuð annað en að gera aðra blöndu og prófa aftur?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég hef haft þetta í líters flösku, ca. 1,5 bolla af sykri, kúfuð teskeið af geri, matskeið af matarsóda og handarheitt vatn upp í tæplega axlir á flöskunni. ég gerði þessi sömu mistök að setja of mikið af gerinu fyrst og fékk froðuna í búrið.

þessar leiðbeiningar eru á netinu..
http://stores.ebay.com/AquaticMagic/DIY-Co2-Yeast.html
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Til að fyrirbyggja að svona slys komi fyrir, er sniðugt að taka kolsýruna úr flöskunni með blöndunni í, yfir í aðra tóma flösku og þaðan í búrið.
Tóma flaskan tekur þá við gummsinu, í stað þess að það fari í búrið.
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

já ég gerði það í seinna skiptið :o) þ.e. nota 2 flöskur, eina til að taka við gumsi :o)
en notið þið eitthvað á endann á slöngunni, eins og loftstein eða eitthvað til að brjóta loftbólurnar niður?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Ég leiði slönguna inn í straum dælu og rotorinn í henni splundrar kolsýrubólunum og puðrar þeim um búrið.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég var mæla co2 að gamni mínu í 180 lítra búrinu, ég nota uppskriftina sem ég er með hérna að ofan og er með einfaldan glerdreyfara eins og er á síðunni sem ég vísaði í. ég notaði áður maltextrakt í blönduna en ég er orðin sammála fleirum hér á spjallinu að það breyti sennilega engu.

það mældist 20 ppm, með ph/kh aðferðinni eða alveg passlegt, svo fann ég gamalt co2 mælisett og samkvæmt því er meira en 30 ppm sem er heldur mikið. nú þarf ég að ákveða hvoru ég trúi.

ég set svo loftdælu í gang yfir nóttina með næturljósinu. ég tek fram að þetta er orðið 3 vikna gamalt brugg og hefur gefið ágætlega jafnt flæði allan tímann! mér finnst flæðið vera jafnara og lengra en þegar ég var með mótordreyfara á kolsýrunni.

ég hef ekki viljað aftengja kolsýruna yfir nóttina þar sem það er þónokkur þrýstingur á kerfinu og tekur dáldinn tíma að komast í gang aftur. ég sé strax mun á gróðrinum, ég var búin að vanrækja búrið og kominn þónokkur brúnþörungur, hann er farinn að gefa eftir og mikill nýr vöxtur kominn í plönturnar. fer bráðum að geta tekið aftur myndir!
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er nú nokkuð viss um að þessi mæling sé eitthvað off hjá þér Guðrún, held að það sé nær ómögulegt að ná kolsýru í 180 lítra búri upp í 30ppm með DIY. Hvernig ph mælisett ertu að nota? munur upp á ph 0,1 breytir mjög miklu varðandi hversu mikil kolsýra "mælist". Þessi ph- test sem eru seld í búðunum eru síðan oft að gefa ph upp á 0,3 ph bilum.

Annars er 30ppm ph allt í lagi. Ef fiskarnir eru ekki hangandi við vatnsyfirborðið á mornanna hjá þér, þá er allt í gúddó. Veit að margir plöntuperrar eru með allt að 40ppm kolsýru, sem er í fína lagi svo lengi sem það er líka nóg af o2 í vatninu. Ef það er einhver smá hreyfing á yfirborðinu hjá þér þá ætti væntanlega að vera nægilegt o2 í vatninu.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Fyrirgefðu mambo að ég er að stela þræðinum þínum! mér fannst tilvalið að halda áfram fyrir þá sem eru í diy co2 pælingum :) sven ég er með sera ph og kh test en tetra co2 test þar sem maður bætir við einum og einum dropa þar til maður nær ákveðnum lit. ef þið vitið af nákvæmara co2 testi væri ég til í að vita af því!
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: co2 diy vandamál :o/

Post by Hrafnkell »

mambo wrote:Þannig er mál með vexti að ég prófaði að gera mitt eigið co2 dæmi :o)

notaði 2l pepsi flösku. setti í hana 400gr sykur, 4tsk ger og 2tsk matarsódi.

...

hvað er ég að gera vitlaust?
Þú notar allt allt allt allt of mikið af ger og of mikinn sykur trúlega líka. Gerinn er full fær um að fjölga sér upp í þann fjölda getur þrifist í blöndunni. Þér dugar örugglega 1 sĺétt tsk.

Ekki stútfylla flöskuna, bara upp á "axlir".

Svona CO2 brugg gerir lítið gagn nema þú leysir CO2 vel upp í vatninu. Loftsteinn gerir lítið. Einfaldasta leiðin er að setja endann á slöngunni inn í hreinsidæluna hjá þér og láta hana brjóta upp og blanda loftbólurnar vel við vatnið. Ég leysti þetta svona.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sumir eru hrifnir af þessari blöndu, þ.e.a.s. með 4 tsk. af geri og fjalli af sykri. Ég notaði alltaf 1/2 tsk ger og 1,5 bolla af sykri.

En Guðrún, varðandi að mæla ph, þá er hægt að fá nákvæmar niðurstöður með svona uniti, kostar sitt en mjög þægilegt.

http://www.4hydro.com/growroom/HI98128.asp
Post Reply