Já mér sýnist það annar þeirra er núna í kvöld byrjaður að helga sér smá svæði. En kellingin er svo lítil að ég efast um að hún hafi hugmynd um hvað sé í gangi (Fór að koma í ljós seinnipartinn að hann var farinn að dansa ægilega í kring um hana og reka alla aðra fiska í burtu)
Jæja það fóru 3 af blue acara í gærkvöldi og eftir varð eitt par, svo tók ég dæluna mína í gegn. Um hádegi í dag byrjuðu þau að hryggna ekkert smá spennandi. Völdu laglega daginn í þetta. En mér finnst hún svo helvíti lítil ekki nema um 5 cm. er alveg séns að þetta gangi þegar hún er svona lítil???
jæja í síðustu viku þá ákváðu stærri black belt og stærri synspilus að para sig... þau hrygndu en hrognin urðu ekki frjó... þau eru núna að gera sig líkleg í að hrygna aftur... ég var að velta því fyrir mér ef að ég redda mér synspilus kall eru eitthverjar líkur á að synspilusarnir pari sig eða þarf ég að fjarlægja black beltinn ??