Jack Dempsey parið að fara hrygna???

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Jack Dempsey parið að fara hrygna???

Post by svanson »

Ég er að velta því fyrir mér hvort JD parið hjá mér sé að fara hrygna.
Hængurinn breiðir úr sér öllum, dansar og hristir sig allan fyrir kellunni á meðan hún nartar í hann á meðan öllum látunum stendur.
Er þetta bara tilhugalífið hjá þeim :ojee: eða er þetta e-ð annað?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tilhugalíf bara. Gætu hrygnt á næstunni en gætu líka hinkrað eitthvað með það :)

Próteinríkt fæði og stór vatnsskipti gætu komið þeim í gírinn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

já ok takk fyrir þetta :) en hvaða fæði munduru þá mæla með sem próteinríku fæði? blóðormar eða?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

já, til dæmis. nautshjarta, rækjur og fleira ferskmeti líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply