Það fór Palmas Polli uppúr hjá mér og hann var búinn að skríða svona 3 metra frá búrinu. Slímhúðin á honum var nánast alveg þornuð og þegar ég setti hann aftur ofaní búrið var eins og það væri hvít húð að flagna af honum. En hann er sprækur í dag, tók hann nokkrar vikur að jafna sig.
Fékk 1stk. Senegalus hjá Vargi þann 6. feb. og svo Ropefish í Dýragarðinum í gær, báðir karlfiskar, senegalus um 20cm og ropefish um 30cm.
Keypti 5 svona í Fiskó í dag. Pseudotropheus Kingsizei.
Long fin ankistrurnar eru í 100L búri.
En hinar eru frekar safe. Polypterusarnir hafa aldrei einu sinni litið á þær, en þær eru mikið stærri en þessar long fin.
Það væru frekar sugurnar sem væru að angra polypterusana, þær eiga það til að leggjast á þá, éta á þeim slímhúðina og skilja eftir ljót sár.
Ég lenti þó bara í því með ancistru en ekki t.d. neina plegga.
Andri Pogo wrote:Það væru frekar sugurnar sem væru að angra polypterusana, þær eiga það til að leggjast á þá, éta á þeim slímhúðina og skilja eftir ljót sár.
Ég lenti þó bara í því með ancistru en ekki t.d. neina plegga.
Þær hafa ekki leggst á þá, ég hef a.m.k. ekki séð það og þeir bera engin merki um neitt slíkt.
Þetta ankistru par hugsar um lítið annað en að éta og hrygna.
Pantaði hjá honum tjörva um daginn og sendingin kom í gær.
1x Palmas Polli, bjóst við honum um 10-12cm og horuðum, en hann kom í góðum 15-16cm og frekar þykkur. Mjög ánægður að hann sé nógu stór til að vera ekki étinn og þurfa ekki að setja hann í 100L búr fyrst.
1x Cichla Ocellaris, hef pantað þennan áður, hann kom þá í góðum 5-7cm og ekki neitt svakalega horaður.
Þessi hinsvegar er um 3cm, mjög horaður og var í pokanum í búinni yfir nóttina, sem er ekki gott vegna þess að þessir fiskar vilja um 30°C en hitastigið í pokanum hefur verið um 22°C þegar ég sótti hann, hann er í 100L búrinu, mjög slappur eiginlega nær dauða en lífi, vaggar þegar hann syndir o.s.frv.
Ég er óánægður að hann hringdi ekki í mig fyrr en í dag til að láta mig vita að fiskarnir væru komnir. Heldur sendi mér email í gær.
Já þetta hljómar frekar lélegt... En þetta er svosem það sem maður hefur heyrt svo rosalega oft. Fiskarnir eru í allskonar ástandi þegar þeir koma frá honum.
Hef lent í lélegri þjónustu hjá honum áður.
Cichlan var á 3þ. en ég borga það ekki ef að fiskurinn drepst á fyrstu vikunni. Ég er ekki að fara að borga fyrir gallaða/ónýta vöru.
Ég pantaði eimitt fiska og þeir voru viðbjóðslegir, ég tók þá og setti í sér búr og vona það besta. Ég þurfti að hugsa mig vel um áður en ég ákvað að taka þá. Ég hefði aldrei sett þessa fiska í uppsett stofubúr.
Þetta er ömurlegt metnaðarleysi hjá ræktanda og birgja úti að bjóða upp á svona fiska.
Sturtaði honum, var kominn á hliðina hreifingarlaus og andaði varla.
Mældist reyndar heilir 4,5cm.
En 100L búr reynist nú 30stk ankistru seiðum gott heimili.
Þrátt fyrir nánast enga stærð er munnurinn stærri en hausinn.