Góðan daginn fróða fiskafólk, mig vantar ráðleggingar varðandi sár á kjaftinum á skalanum mínum.
Það er semsagt eins og það vanti framan á neðri vörina á honum, svo er hálfgerð síking í þessu.
Hvað gæti hafa valdið þessu?
Ég setti svo gróft salt útí, mætti líklegast vera meira, hvað eruð þið að setja mikið í 300 L búr?
Er eitthvað fleira sem ég gæti gert? væri hálf fúlt að missa fisk sem ég hef átt í nokkra daga
Það þarf mikið til svo fiskar missi framan af kjaftinum, hefur hann komist í þannig aðstæður ? Þá er það helst að kröftugur fiskur með beittar tennur geti gert það.
Mér dettur í hug að þetta sé mouth fungus, ef svo er dugar salt ekki og heldur ekki venjuleg funguslyf.
Googlaðu mouth fungus og athugaðu hvort lýsingin passi.
ég held að ég sé búin að fjarlægja núna sökudólginn, semsagt convikt kerling. Ég hélt bara í mínu sakleysi að hún væri of lítil og friðsöm til að valda einhverju svona, svo fór ég að skoða á henni kjaftinn og hann er með alveg rosa tennur.
Gæti þetta verið réttur sökudólgur??
þeir eru reyndar nokkuð stórir skalarnir hjá mér, en vonandi var þetta bara convikt hrygnan
En núna er bara spurning hvað sé best að gera varðandi sárið, setja bara fungus lyf út í eða?