Arowanan min

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Ég kjaftlokaði búrinu eftir fyrsta stökkið en hún fann smugu sem er lokuð núna og bætti svo i franska rennilásin svo ég á ekki von á þvi að henni takist að stökkva upp úr i þriðja sinn :oops:
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það væri amk fúlt ef hún stykki þegar enginn er heima..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta er alveg ótrúleg heppni Keli að þetta skuli hafa skeð i bæði skiptin þegar einhver var heima
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Kannski vill hún bara vera hjá ykkur :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Nokkrar nýjar myndir af elskuni
Image
Image
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Flott !
það væri gaman að sjá heildarmynd af búrinu til að sjá stærðina á henni betur.
-Andri
695-4495

Image
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hérna eru tvær myndir af búrinu i heild. Ekki góðar en gefur hugmynd um stærð Arowönunar
Image
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Nokkrar nýjar andlitsmyndir af drottninguni en hún er ósköp róleg þessa dagana en samt búin að gera nokkrar tilraunir mað að flýja búrið en kemst ekki i gegnum varnirnar minar :)
Það glymur vel i lokinu þegar hún stekkur upp i það.

Image
Image
Image

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þegar ég kom heim i gær þá var hún búin að brjóta i burtu annan styrktarbitan sem gengur þvert yfir búrið og lá hann á botninum á búrinu og við það brot hefur hinn ekki haldið en þeir eru tveir og hann slitnað frá á annan veginn og Arowanan með sár á kvið og á hausnum svo eitthvað hefur gengið á. Það er kraftur i þessu dýri 8)

Hérna er mynd af brotinu á bitanum
Image

Svo nokkrar nýjar af drottninguni en hún er að nálgast 50 centimetrana :P

Image
Image
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

kraftur í kvikindinu :)
eru hinir fiskarnir ennþá í lagi í búrinu ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott, er það bara myndin eða er hún komin með smá drop eye?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já hún lætur alla fiskana vera enn enda vel fóðruð.

Hún er komin með dropeye eins og þær fá flestar i búrum og það sem meira er að hún er ansi dugleg við að éta af botninum þann mat sem sekkur niður.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

mínar báðar reyna hvorugar að stökkva uppúr. einu skiptin sem hún slettir vatni er í fóðurgjöf
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já Auðun svona getur þetta verið misjafnt en min hefur margoft stokkið upp i lokið á búrinu.

Var að skipta um vatn i gær og saug lika uppúr botninum og hún var sko ekki sátt við mig og lét öllum illum látum,margstökk upp i lokið en ég þorði ekki að taka lokið alveg af þar sem mig grunaði að hún myndi reyna stökk sem varð svo raunin og hún margstökk alveg þangað til hún varð þreytt og lá grafkyrr i svona 15 cm djúpu vatni og ég hefli getað klappað henni án þess að hún hefði argast út i það. Ég notaði ástandið á henni til að mæla hana og niðurstöðurnar eru að hún er orðin 49 cm löng að sporði og 52 cm með sporði. Hikalegur vöxtur á þessum dýrum.
Hún var svo fljót að jafna sig þegar nýtt og ferskt vatn fór að streyma inn i búrið og mér var svo fyrirgefið á þessu veseni sem ég olli henni og nú er hún alveg pollróleg.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

rosalega er mikill munur á fyrstu og nýjustu myndinni, hún hefur stækkað rosalega :-)
Kv:Eddi
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

mér finnst þær æði. mín kippir sér ekkert mikið upp við það þó að maður klappi henni aðeins
Post Reply