Hvaða fiskar ganga með Ctenolucius hujeta?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Hvaða fiskar ganga með Ctenolucius hujeta?

Post by Fiskurinn »

Hvað fiska er fólk með Ctenolucius hujeta í búri? Langar að hafa fiska sem eru frá botni og upp að miðju.
Sjálfur hef ég reynt skalla og regnboga fiska, en það er eins og hujeturnar "tensist" svo rosalega upp við að hafa gráðuga fiska með sér í búri(farnir uppúr). Einhverjar hugmyndir að fiskum sem ganga með þeim í búri með góðu móti... :D

P.s búrið er 380L.
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Silverdollar, M. Rubripinnis ganga væntanlega báðir sem mið fiskar..
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef haft hujetur með ýmsum fiskum og þær eru fínar með öllum rólegum fiskum sem passa ekki upp í þær. Stærri tetrur og gotfiskar, discusar, dvergsikliður, skalar osf.
Aðalmálið er að hafa nokkrar í hóp, þá eru þær rólegri.
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Síkliðan wrote:Silverdollar, M. Rubripinnis ganga væntanlega báðir sem mið fiskar..
Góð hugmynd,en búrið er smekkfullt af plöntum.
Þær eru að vísu fimm saman í hóp ásamt tveimur rope fish og fimm ancistrum . Þetta combó er kannski bara flott eins og það er. Hef haft hujetur áður fyrr með conga tetrum og öðrum tegundum í sama búri. En það kemur allt annað háttarlag að hafa þær gott sem sér í búri. Þær húka ekki bara í einu horninu.
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
Post Reply