Iguana til sölu

Hér er hægt að auglýsa hluti tengda gæludýrahaldi eða bara draslið úr geymslunni

Moderators: Vargur, Ásta

Post Reply
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Iguana til sölu

Post by Tigra »

Þannig er mál með vexti að ég neyðist til að selja iguanaeðluna mína, hana Whiskey.
Hún er kvk og er yndisleg alveg hreint, mjög geðgóð, leyfir ókunnugum að klappa sér og hefur aldrei sýnt árásargirni.
Með henni myndi fylgja búrið, hitapersa, UVB ljós, matardallar, gervigróður og ýmislegt fleira - í raun allt sem hún þarf á að halda.

Hún er 3 ára gömul og orðin nokkuð stór. Búkurinn sjálfur er svona 37 cm, en fram á halabrodd er hún svona 100 cm.

Henni finnst gaman að fá að vera laus og skoða og stundum situr hún á öxlunum á manni í góðu chilli.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að selja er að við erum með svo mikið af dýrum sem taka svo mikinn tíma frá eðlunni. Spendýr eru mun kröfuharðari á athygli og aumingja Whiskey mín fær æ sjaldnar að fara út úr búrinu.

Þeir sem hafa áhuga á einstaklega geðgóðri eðlu geta haft samand í einkapósti.
Post Reply