RYKSUGA

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Ragnarb94
Posts: 87
Joined: 23 Feb 2010, 00:14
Location: höfuðborgarsvæðið

RYKSUGA

Post by Ragnarb94 »

var að spá að bæta ryksugu í búrið vill bara fá að vita hvað er helsta fæðan þeirra og vilja þeir vera í hóp og hversu stórt búr henntar þeim
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þegar þú segir ryksuga býst ég við að þú sért að tala um venjulegar ancistur.
Þær borða allt fóður sem sekkur til botns, en grænfóður er mikilvægur partur af mataræðinu til þess að þær dafni vel. Þú getur keypt sérstakar grænmetis botntöflur (algea wafers) í flestum gæludýraverslunum. Þú getur líka alveg eins skorið gúrkubita og sett í búrið og þær éta gúrkuna, en fjarlægðu afganginn af henni eftir 24 tíma því að þá byrjar hún að mygla.

Þú getur alveg haft margar saman, en ekki í litlu búri því að karlarnir eiga til að slást þegar þeir stækka og þroskast. En þú getur haft par án nokkurra vandræða.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply