Smám saman fór ein kerlan að verða frekar föl og hanga inni í gróðri í búrinu og svo var hún orðinn grindhoruð greyið. Skellti henni í flotbúr og reyndi að fóðra hana en hún er algjörlega listalaus, enda fárveik.
Í gær tók ég eftir rauðri doppu á búknum á henni, svona blóðrauð, virtist ekki vera sníkjudýr... hreyfðist allavega ekki neitt. Tókst að plokka þetta af henni án nokkurra vandamála og leit bara út eins og blóðrautt hreistur.
Karlinn hjá mér er búinn að vera að horast upp seinustu daga og borðar ekkert og núna í morgun tek ég eftir svona rauðri doppu á honum líka svo að ég veiddi hann líka upp úr. Það er samt ekki hægt að pilla þess doppu af honum.. hún er ekki jafn laus einhvernvegin eins og á kerlunni.
Hin kerlingin mín er svo aftur á móti pattaraleg og eldhress, það sama má segja um hina fiskana í búrinu. Virðist ekki hrjá neina aðra, allir með góða matalist...
Veit einhver hvað þetta gæti verið? Er þetta eitthvað sem á eftir að sýkja restina af búrinu? Tekur það því að skella þeim í sjúkrabúr?
Ég er búin að reyna að leita af einhverju svipuðu hér á spjallinu og á Google en finn ekki neitt.
Væri gaman að reyna að gera greyin hress í staðin fyrir að senda þau í salíbunu að hætti Gustavsberg
