Ég er með 3 gold ram síkliður í 240l búri (ásamt fleiri fiskum), tvær kerlingar og einn karl.
Smám saman fór ein kerlan að verða frekar föl og hanga inni í gróðri í búrinu og svo var hún orðinn grindhoruð greyið. Skellti henni í flotbúr og reyndi að fóðra hana en hún er algjörlega listalaus, enda fárveik.
Í gær tók ég eftir rauðri doppu á búknum á henni, svona blóðrauð, virtist ekki vera sníkjudýr... hreyfðist allavega ekki neitt. Tókst að plokka þetta af henni án nokkurra vandamála og leit bara út eins og blóðrautt hreistur.
Karlinn hjá mér er búinn að vera að horast upp seinustu daga og borðar ekkert og núna í morgun tek ég eftir svona rauðri doppu á honum líka svo að ég veiddi hann líka upp úr. Það er samt ekki hægt að pilla þess doppu af honum.. hún er ekki jafn laus einhvernvegin eins og á kerlunni.
Hin kerlingin mín er svo aftur á móti pattaraleg og eldhress, það sama má segja um hina fiskana í búrinu. Virðist ekki hrjá neina aðra, allir með góða matalist...
Veit einhver hvað þetta gæti verið? Er þetta eitthvað sem á eftir að sýkja restina af búrinu? Tekur það því að skella þeim í sjúkrabúr?
Ég er búin að reyna að leita af einhverju svipuðu hér á spjallinu og á Google en finn ekki neitt.
Væri gaman að reyna að gera greyin hress í staðin fyrir að senda þau í salíbunu að hætti Gustavsberg
Veikar dvergsíkliður
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Mér datt einmitt í hug að þetta gæti verið lús, en þegar ég tók karlinn upp til að pilla þetta af honum gat ég ekki séð neina lús út úr þessum bletti. Enda virðast allar fiska lýs sem ég finn á google vera frekar brúnleitar og yfirleitt hægt að spotta tvö augu.. þessar eru alveg jólasveina-rauðar og ég sé engin augu.
Ég var að hækka hitann á búrinu og skellti líka smá salti í það. Færi fiskana tvo líklegast í sjúkrabúr með miklu salti á morgun ef þeir sýna enga breytingu.
Læt fylgja með mynd af karlinum og doppunni, næ ekki betri mynd að svo stöddu. Veiði hann kannski upp á morgun og tek betri nærmynd af þessu, vil ekki stressa hann mikið meira í dag hehe.
Hér er karlinn og doppan:
Læt fylgja svo eina mynd af frísku pattaralegu kerlingunni, ég er ekki frá því að hún sé orðin stærri en karlinn (hún var alltaf minni), hún er allavega miiiikið feitari :
Ég var að hækka hitann á búrinu og skellti líka smá salti í það. Færi fiskana tvo líklegast í sjúkrabúr með miklu salti á morgun ef þeir sýna enga breytingu.
Læt fylgja með mynd af karlinum og doppunni, næ ekki betri mynd að svo stöddu. Veiði hann kannski upp á morgun og tek betri nærmynd af þessu, vil ekki stressa hann mikið meira í dag hehe.
Hér er karlinn og doppan:
Læt fylgja svo eina mynd af frísku pattaralegu kerlingunni, ég er ekki frá því að hún sé orðin stærri en karlinn (hún var alltaf minni), hún er allavega miiiikið feitari :
Jæja kerlan er dauð og karlinn kominn í sjúkrabúr.
Mig grunar að þetta sé einhver bakteríusýking, pattaralega kerlingin var komin með kláða og þegar ég skoðaði hana betur tók ég eftir pínulitlum rauðum punktum á skrokknum sem litu út eins og útbrot (virðist vera að hverfa eftir skjót vatnsskipti)
Tók líka eftir ljótum svörtum bletti á einni cardinálatetru, sárið nær alveg í gegnum hana (þ.e. sést báðumegin), spurning hvort maður eigi að hafa fyrir því að reyna að lækna hana, kannski bara best að losa sig við hana ef hún skildi fara að smita hina fiskana.
Hugsanlegt þó að hún hafi orðið fyrir árás skalapars sem hrygndi í búrið fyrir sirka mánuði eða svo... eða kannast einhver við svona pest í cardinálum??
Gerði vatnsskipti í stóra búrinu og mun gera vatnsskipti 2-3x í viku þangað til að allt kemst í fullkomið lag! Hef venjulega verið að gera 40-50% vatnsskipti 1x í viku.
Hér er mynd af cardinálanum:
Mig grunar að þetta sé einhver bakteríusýking, pattaralega kerlingin var komin með kláða og þegar ég skoðaði hana betur tók ég eftir pínulitlum rauðum punktum á skrokknum sem litu út eins og útbrot (virðist vera að hverfa eftir skjót vatnsskipti)
Tók líka eftir ljótum svörtum bletti á einni cardinálatetru, sárið nær alveg í gegnum hana (þ.e. sést báðumegin), spurning hvort maður eigi að hafa fyrir því að reyna að lækna hana, kannski bara best að losa sig við hana ef hún skildi fara að smita hina fiskana.
Hugsanlegt þó að hún hafi orðið fyrir árás skalapars sem hrygndi í búrið fyrir sirka mánuði eða svo... eða kannast einhver við svona pest í cardinálum??
Gerði vatnsskipti í stóra búrinu og mun gera vatnsskipti 2-3x í viku þangað til að allt kemst í fullkomið lag! Hef venjulega verið að gera 40-50% vatnsskipti 1x í viku.
Hér er mynd af cardinálanum:
Takk fyrir svarið.
Já ég ætla að senda tetru greyið í sjóferð, hún getur varla átt langt eftir og ekki beint merkilegur fiskur.
Ég á bakteríulyf og búr með hitara, hreinsi og loftdælu sem er ekki í notkun þannig að ég ætla að leyfa honum að hanga þarna í bili. Býst nú ekki við að hann lifi þetta af þar sem hann er orðinn svo horaður.. en það sakar svo sem ekki fyrst maður á þetta allt til. Um að gera að æfa sig á lækningum á ómerkilegum fiskum ef maður skyldi einhvertíma eignast fisk í dýrari kantinum sem væri þess virði að kunna að lækna. Alltaf gaman í læknaleikjum
Já ég ætla að senda tetru greyið í sjóferð, hún getur varla átt langt eftir og ekki beint merkilegur fiskur.
Ég á bakteríulyf og búr með hitara, hreinsi og loftdælu sem er ekki í notkun þannig að ég ætla að leyfa honum að hanga þarna í bili. Býst nú ekki við að hann lifi þetta af þar sem hann er orðinn svo horaður.. en það sakar svo sem ekki fyrst maður á þetta allt til. Um að gera að æfa sig á lækningum á ómerkilegum fiskum ef maður skyldi einhvertíma eignast fisk í dýrari kantinum sem væri þess virði að kunna að lækna. Alltaf gaman í læknaleikjum