Hvernig skipti ég um startara í Jewel búri?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Hvernig skipti ég um startara í Jewel búri?

Post by svanson »

Sælir spjallverjar, ég á í vandræðum með annað ljósið í búrinu mínu. :evil:
Er einhver hérna sem að veit hvernig ég skipti um startara í 300L jewel?
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Það eru engir startarar í Juwel búrum, líklegast er ballestin farin í ljósinu ef ekki kveiknar á því.
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

já ok, en það kviknar á öðru ljósinu og svo kemur bara smá ljósglæta í endana á hinu ljósinu, er manni alveg óhætt að opna ljósið sjálft án þess að skemma e-ð?
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Ertu búin að prófa að skipta um perur ??
Ef þú er búin að því og ljósið virkar ekki myndi ég reyna smella ljósafatingunum úr og setja það á ofn til þurrka það, Hef sjálfur borað tvö 5mm göt ofan á juwel ljósin mín í sitthvort hornið til að varna því að ljósið fyllist af vatni, þetta eru meingölluð ljós.
Hvað er þetta gamalt búr er það ekki í ábyrgð ??
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

já ég setti nýja peru í áðan en fékk sömu niðurstöðu,
en ég keypti þetta búr notað og það er eflaust ekki lengur í ábyrgð. en já ég ætla að prófa að setja þetta á ofn.
takk fyrir ráðgjöfina.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Eiki wrote: þetta eru meingölluð ljós.
ég er með 2 juwelbúr með orginal ljósum og það er mikið rakaálag á þeim báðum. loftdælur og tunnudæla sem sullast mikið í kringum og þetta hefur aldrei bilað. maður getur alltaf orðið óheppinn með eintak en óþarfi að drulla yfir tegundina. :pot:
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Ég er líka með tvö Juwell með samtals fjórum ljósum, hafa öll bilað
og ég hef tölu á því hvað ég hef gert við mörg ljós fyrir aðra(líka fyrir innflytjanda), ætlaði ekki drulla yfir neitt en mín reynsla er bara sú að maður er heppin ef ljósinn haldast í lagi. Getur svo sem vel verið að þetta sé komið í lag í dag í nýjum búrum frá þeim.
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

já ég hef líka heyrt að þetta sé einhver galli hjá þeim með ljósin.
Post Reply