já ok, en það kviknar á öðru ljósinu og svo kemur bara smá ljósglæta í endana á hinu ljósinu, er manni alveg óhætt að opna ljósið sjálft án þess að skemma e-ð?
Ertu búin að prófa að skipta um perur ??
Ef þú er búin að því og ljósið virkar ekki myndi ég reyna smella ljósafatingunum úr og setja það á ofn til þurrka það, Hef sjálfur borað tvö 5mm göt ofan á juwel ljósin mín í sitthvort hornið til að varna því að ljósið fyllist af vatni, þetta eru meingölluð ljós.
Hvað er þetta gamalt búr er það ekki í ábyrgð ??
já ég setti nýja peru í áðan en fékk sömu niðurstöðu,
en ég keypti þetta búr notað og það er eflaust ekki lengur í ábyrgð. en já ég ætla að prófa að setja þetta á ofn.
takk fyrir ráðgjöfina.
ég er með 2 juwelbúr með orginal ljósum og það er mikið rakaálag á þeim báðum. loftdælur og tunnudæla sem sullast mikið í kringum og þetta hefur aldrei bilað. maður getur alltaf orðið óheppinn með eintak en óþarfi að drulla yfir tegundina.
Ég er líka með tvö Juwell með samtals fjórum ljósum, hafa öll bilað
og ég hef tölu á því hvað ég hef gert við mörg ljós fyrir aðra(líka fyrir innflytjanda), ætlaði ekki drulla yfir neitt en mín reynsla er bara sú að maður er heppin ef ljósinn haldast í lagi. Getur svo sem vel verið að þetta sé komið í lag í dag í nýjum búrum frá þeim.