Sandur eða möl

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karlo
Posts: 24
Joined: 27 Feb 2010, 13:03
Location: Reykjavík

Sandur eða möl

Post by Karlo »

Ég er nýgræðingur í fiskamálum , er með 180 lítra búr með afríku síkliðum.Núna er hvít smágerð möl í botninum er eitthvað sem mælir á móti því að hafa venjulegan svartan sand sem búið er að hreinsa vel td eitthvað sem maður finnur í fjöru.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

BM-Vallá er með mjög flottan sand fyrir klink :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sandurinn í bm Vallá er púsningasandur sem er hundleiðinlegt að þrífa.

Annars er ekkert mál að vera með sand ef þú finnur sand sem þú villt nota, ég er td með sand sem kemur fokhólunum rétt við Eyrarbakka og hann kemur fínt út.
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Post by Einval »

það er lika svartur sandur sem hægt er fa i Sandvik Reykjanesi
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Vargur wrote:Sandurinn í bm Vallá er púsningasandur sem er hundleiðinlegt að þrífa.

Annars er ekkert mál að vera með sand ef þú finnur sand sem þú villt nota, ég er td með sand sem kemur fokhólunum rétt við Eyrarbakka og hann kemur fínt út.
+eg er að tala um perlumölina ;)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Guðjón B wrote: +eg er að tala um perlumölina ;)
Ég skil ekki af hverju þú ert að tala um perlumöl þegar pósturinn fjallar um að skipta úr möl í sand.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er sammála varg að það getur verið leiðinlegt að halda of fínum sand hreinum, drullan einfaldlega leggst ofan á sandinn og er þar þangað til þú ryksugar hann upp
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég verð ekki var við drullu í sandinum þar sem ég er með Malawi síkliður þær eru stöðugt að taka sandinn upp og spýta út í leit að æti

eins voru corydoras duglegar við að halda hvítum sandi hreinum í tetrubúri bara með því að snúa honum við í leit að æti

í seiðabúrum ber meira á þessu þótt lítið sé en þar soga ég drulluna upp í fötu og auðvitað fer sandur með en hann situr svo eftir í fötunni þegar hún er tæmd og fer aftur í búrið
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er sjálf einmitt með eiginlegan sand í 125L búrinu mínu
og það er endalaus drulla í honum, sama hve mikið ég ryksuga hann.
:?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Vargur wrote:
Guðjón B wrote: +eg er að tala um perlumölina ;)
Ég skil ekki af hverju þú ert að tala um perlumöl þegar pósturinn fjallar um að skipta úr möl í sand.
afsakið ég hef verið að flýta mér en perlumölin kemur samt vel út :-)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply