grjót eða steinar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

grjót eða steinar

Post by ellixx »

sælir fiskimenn og konur.
ég er nýr á þessu spjalli.
ég er með 60l búr sem er ekkert spes en langaði til að setja grjót eða hellusteina í botninn (búa til felustaði)

hvernig er það tek ég bara úr garðinum eða fjöruni og skola ?

hvað mælið þið með??????

ítarlegar upplisingar vel þegnar.

með fyrir fram þökk
kveðja
Erling
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

ég hef tekið þá og skrúbbað með bursta undir heitu vatni, ég myndi fara samt varlega í steifta hluti nema að þú vitir hvernig steipa er í hlutnum.
ýmis bætiefni sem eru notuð í steipu eiga ekki heima í búrum, en hreina steipu sem er búið að cikla er í lagi að nota.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mér var ráðlagt fyrir löngu að sleppa steyptu hellunum þar sem þær gætu breytt sýrustiginu. grjót úr fjörum og af landi er hægt að skola vel en ef þú ert eitthvað stressaður með bakteríur (þín ákvörðun, þín ábyrgð) þá getur þú látið grjótið í klórbað í smá tíma, og skolað það vel á eftir.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

en hraun eða hraunmolar ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það er ekkert mál
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

en hraun eða hraunmolar ?

það vill safnast fyrir í þeim nítrat, en ef það er fylgst vel með því þá ætti það að vera í lagi.
varðandi steipu þá er í lagi að nota hreina portlands steipu, þegar ég notaði hana þá lét ég hana liggja í saltvatni í um 3 vikur
(var reindar að cikla um 20 kg. þarf kannski ekki að taka svo langan tíma) og þegar þú heldur að það sé tilbúið
þá setur þú nýtt vatn á steipuklumpinn og mælir ph gildið á því og mælir svo aftur daginn eftir, ef að phið er það sama eða lægra þá er steinninn ekki að hafa áhrif.
Post Reply