ég rakst á óvænt kvikindi í rækjubúrinu mínu, það var eins og hluti af silikoninu væri farið að skríða! svartur, flatur ormur, alveg 1,5 cm þegar hann teygir úr sér og verður síðan eins og svört klessa þegar hann þjappar sér saman hann er ekki mjög gáfaður þar sem ég náði honum með skeið upp við yfirborðið og setti hann í dollu.. ég reyni ekki að taka mynd af honum þar sem hann er svo lítill (og ég á enga macrolinsu *sic*) er nýlega búin að setja nýjan gróður í búrið en það er eina breytingin. einhverjar hugmyndir?
þetta er ekki langt frá því Guðmundur! líkist þessu, með augnablettunum og öllu, bara dekkri! náskylt iglunum, kallað planaria. ég er hætt að sjúga upp úr búrunum ef ég lendi í vandræðum með að ná rennsli við að þrífa eða koma dælu í gang