Við keyptum notað búr fyrir 2 vikum með nokkrum hlunkum.
Í gær komust síðustu fiskarnir í fóstur á góð heimili, en í búrinu voru 3 Pangasiusar, 2 sutchi og 1 sanitwongsei og 1 gíraffakattfiskur í stærri kantinum, ochenoglanis occidentalis. Þá voru 3 Koi og 2 gullfiskar í stærri kantinum sem eru líka farnir. Þeir sem við ákváðum að halda voru 3 trúðabótíur og 1 gulur skali.
Þar sem við vildum hafa gróðursælt búr með fjölda smærri fiska voru þeir íbúar ekki að ganga upp; Pangasiusar hefðu séð um fiskana og gíraffinn hefði haldið áfram að grafa sig í gegnum búrið og skemma alla gróðurrækt.
Eftir nokkrar ferðir í flestar dýrabúðir á höfuðborgarsvæðinu og heimsóknir til Vargs er íbúalistinn orðinn eftirfarandi:
Fiskar:
3 skalar, par og stakur
6 Congo-tetrur, 2 kk og 4 kvk
6 Cherry barbar
2 Corydoras
3 Trúðabótíur
1 Kribbi kk
1 Spotted Bulldog pleggi
Gróður:
Vallisneria sp.
Anubias sp.
Java mosi
Java burkni
Óþekkt planta, afleggjari úr gróðurbúri

Yfirlitsmynd 17. nóvember
Spotted Bulldog pleco
Hin hliðin
Cherry barbi
Guli skalinn
Trúðabótía, um 10 cm
Corydoras