Skrítin hegðun Red tail shark

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
atlios
Posts: 27
Joined: 03 Mar 2010, 23:02

Skrítin hegðun Red tail shark

Post by atlios »

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver gæti hjálpað mér og sagt mér hvað gæti verið að hákarlinum mínum.
Hann var að flytja úr 25 lítrum í 54 ásamt öllum öðrum fiskunum mínumí gær. Hitt búrið var frekar skítugt vegna þess að það voru skjaldbökur í því, en þær voru reyndar farnar þegar hann fór í það. En hann er nú í nýju vatni sem er 25 stiga heitt. Gamla var 20 gráður.
Það var í lagi með hann í gær, en núna er hann mjög sljór og flýtur bara með straumnum og hreyfir sig í svona kippum. Flýtur oft svona með hausinn upp og sporðin niður. Hann hefur verið með lit en nú í kvöld hefur svarti liturinn farið að dofna en sporðurinn er orðinn hvítur.
Veit einhver hvað gæti verið að honum og hvað ég gæti gert?
Sambýlisfélagar hans eru:
2 gúbbý konur
2 zebra dannar
2 leopard dannar
1 corydoras blue spotted
og að lokum lemon goldfish
Er einnig með helli og eina plöntu.

Allir eru nýlega keyptir hjá dýraríkinu. En er byrjandi í þessu.
2 barbar dóu hjá mér í nótt og veit ekki ástæðuna.
Svo dó Gúbbý karl í gamla búrinu daginn áður en þeir fluttu í nýja.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

þú ert búinn að skipta um ca. 50% af vatninu einusinni í viku er það ekki?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Salvini
Posts: 102
Joined: 18 Feb 2010, 04:02
Location: Vestfirðir

Post by Salvini »

Ættir að athuga hvort dælan sé í lagi, kannski súrefnisskortur?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Kannski að þetta gæti verið ástæðan?
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=7003
atlios
Posts: 27
Joined: 03 Mar 2010, 23:02

Post by atlios »

Jú hef skipt um vatn 1x viku.. um 40-50%. En skipti alveg um vatn í nýja búrið því skjaldbökurnar menguðu hitt svo mikið.

Held að dælan sé í lagi, hún hefur aðeins verið notuð í 3 vikur. Hún gengur, en þetta er svona dæla sem fylgdi búrinu.. eheim dæla/filter.
atlios
Posts: 27
Joined: 03 Mar 2010, 23:02

Post by atlios »

Ég er með ammóníak mæli sem sýnir að ammóníakmagnið í vatninu er í góðu lagi.
atlios
Posts: 27
Joined: 03 Mar 2010, 23:02

Post by atlios »

Góð grein þarna Prien... Það er margt þar sem ég vissi ekki, og líklega er orsökina að finna í einhverju af þessu, líklega niturhringrásin þá.
Post Reply