að starta nýju notuðu búri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

að starta nýju notuðu búri

Post by ellixx »

sælir
hvernig er það að starta nýju notuðu búri ,.

ég er með annað 54 litra er gott að takka úr því nokra lítra og setja í það nýja ,svona upp á bakteríurnar að gera.

hvað þarf ég svo að bíða lengi þangað til ég get sett nýa fiska í það .

að öllum líkindum verður þatta juwel rio 180 litra búr það er búið að staðfesta verðið og kaupinn en á eftir að sækja :D

mælið þið með að vera með lifandi gróður eða plast :?:

öll svör og góðar ábendingar vel þegnar
en skítkast afþakkað :wink:

kveðja
Erling
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Það er gott að nota eitthvað til að starta bakterýu flórunni eins og fljótandi bakterýu eða notaðan filter úr dælu svo látur búrið ganaga með dælu og hitara án fiska í einhverjar 2-3 vikur á meðan flóran er að jafna sig. Eftir það setur þú bara fá fiska í búrið og bíður í viku eða eitthvað og svo bætir þú rólega fleyri fiskum við.

það fer eftir því hvernig fiska þú ætlar að vera með hvort það sé betra að hafa ekta- eða gerfigróður en það er betra að hafa lifandi gróður þar sem plönturnar nota "eiturefnin" í búrinu sem næringu (eða eitthvað svoleiðis)

svo er skemmtilegast að skoða umhverfi fiskana í náttúrunni og líkja eftir því ;)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

ekki ákveðinn í hvaða fiskar verða en er að eimblína á fiska sem eru um 10 cm , gott væri að vera með einhverja flóru í þessu ekki allt sömu tegund.
ég er líka aðeins að horfa í aurinn á ekki allt of mikið af honum ;)

kanski finnur maður einhverja fiska hérna á spjallinu þegar nær dregur.

hvaða tegundir mælið þið með :?:
pirana :twisted:

kveðja
erling
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það væri ekki vel gott að hafa piranha í þessu búri þar sem að þeir verða stórir (30cm+) og eru hópfiskar og því mælt með að hafa 5+ í hóp.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

pirana var meira svona grín :D

en allar hugmyndir eru vel þegnar

var að huggsa um svarta perlumöl í botninn og allavega eitt blátt ljós.

kveðja
erling
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Malawi :) ca 10 cm og nokkuð gott úrval, en það er erfitt að vera með plöntur með þeim
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Guðjón B wrote:Malawi :) ca 10 cm og nokkuð gott úrval, en það er erfitt að vera með plöntur með þeim
Malawi er klártlega málið ef þú ætlar að vera með fiska um 10cm sem eru skemmtilegir og fallegir.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

guns þú átt ep
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég mundi nú ekki vera með neina 10cm fiska í 54 lítra búri :?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Sven wrote:Ég mundi nú ekki vera með neina 10cm fiska í 54 lítra búri :?
Hann segir ekki lítratölu á þessu búri, heldur er þetta 54 lítra búr "annað búr".... annars væri maður nú ekki að stinga upp á Malawi :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Hann segur "öllum líkindum rio 180L" ég myndi ekki ráðleggja fólki að fá sér Malawi í mikið minna búr ;)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

já þetta er 180 litra juwel rio, 54 litra búrið er gamalt búr sem ég er búinn að vera með í 10 ár .

búrið komið upp og tilbúið ,komin með 2 amrískar sikliður og langar í fleyrri fiska ,til dæmis yellow lab ,en kanski ekki til að borga 1000kr fyrir stikkið kanski 500kr meiga vera seiði 4cm.

set kanski inn myndir þegar þetta er orðið gott
Post Reply