Ég er með eitt stk. walking catfish(Clarias batrachus) í búrinu mínu og hann étur ekki neitt, fékk einhverjar botntöflur sem mér finnst hann ekki snerta neitt við og svo hef ég testað rækjur en hefur hann engann áhuga á því.
WC eru gráðug kvikindi og éta allt en ef þeir lenda í einhverju stressi eða fengið einhverja byltu þá geta þeir misst lystina í nokkra daga.
Þegar þeir verða svangir þá fara þeir vanalega á stjá. Prófaðu að gefa ekkert í 2-3 daga og sjá hvort hann hressist ekki.
Hvað er hann stór og í hvað stóru búri ? Eru aðrir fiskar með honum ?