"Grænar sikliður"

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

"Grænar sikliður"

Post by Bambusrækjan »

Ég er að velta fyrir mér hvort það séu til sikliðutegundir sem hægt er að hafa í gróðurbúri.

Málið er að ég er með 720 l búr sem í eru rengbogafiskar og gróður.
Ég veit svo sem um skala og dvergsíkliður gætu gengið með bæði gróðri og regnbogum, en ég hef ekki áhuga á þeim.

Mig langaði jafnvel að fá mér discusa , en það gæti orðið erfit þar sem regnbogarnir eru gráðugir og líklegt að þeir myndu svelta hjá mér.

Þannig að nú spyr ég hér hvort menn hafi skoðanir á sikliðum sem gætu gengið bæði með regnbogum og gróðri. Ég hef heyrt að firemouth uppfyllti þessi skilyrði, og það væri gaman að vita hvort fleirri gætu gert það. Allar uppástungur eru vel þegnar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Álnakörur ættu að ganga.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Firemouth myndu líklega moka svolítið.

En bara skalar?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

jamm veit svo sem að þeir ganga alveg. Væri samt til í að prufa einhverja aðra tegund. Ég er að fá harða gagnrýni frá sonum mínum um fiskaval í stórabúrinu :P
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Firemouth moka frekar mikið. Festivum ættu að ganga vel í þessu búri, stórskemmtilegir fiskar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Mesonauta festivus


hmm hefur einhver reynslu að þessum gaurum ?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Mæli með þessum Herotilapia multispinosa
verða 10 cm og gera ekki guppy mein

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

hvað með gróður , eru þeir að róta í botninum ?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Bambusrækjan wrote:hvað með gróður , eru þeir að róta í botninum ?
nei þeir haga sér meira eins og tetrur heldur en síkliður
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Jæja búinn að fjárfesta í pari af Herotilapia multispinosa. Nú er bara að sjá hverning þeim lyndir við unga regnboga og gróður :)
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Það er eitthvað að þessu pari. Það er búið að hrygna í sjúkrabúrinu .... Lítið stress í gangi þarna.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Veit einhver hvar hægt er að fá Festivum sikliður hér á klakanum.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flestar dýrabúðir geta væntanlega pantað þá fyrir þig ef þú biður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Acarithys heckeli gerir engu mein og er 1 fallegasti fiskur sem til er, gætir verið með 4+ í svona búri. En eins og Vargurinn bendir á eru álanocörur nokkuð þægilegar, er með 3 í 400 L með regnbogunum mínum og það er ekkert mál. Jafnvel í svona stóru búri gætirðu prufað rólegri haploch. eins og red empress o.þ.h.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

róta þær eitthvað í botninum. Er að spá í gróður.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Álanocaran rótar ekkert hjá mér og heckeliinn rótar ekki. Þegar ég var með haploana þá var það ekkert mál heldur, en er væntanlega mismikið.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Heckeli er varla auðfundinn. Og örugglega ekki ódýr.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Fiskmaster
Posts: 3
Joined: 18 Feb 2010, 23:36
Location: Ocean

Post by Fiskmaster »

Acarithys heckeli er málið, er með eitt par í 500 lítra búri sem er gróðurmikið. Enginn vandræði komið upp hingað til. :D
If you're not into fish, you're not my friend!
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Nú hef ég heyrt frá fleirri en einum fiska nörd :) að firemouth ganga með gróðri. Moka ekki. Nú spyr ég . Hefur einhver reynslu af Firemouth og þá hvort þeir hafi tekið eftir hvort þeir séu að róta í botninum ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Minn rótaði stanslaust, átti hann í rúmlega hálft ár. En það gæti farið eftir einstaklingum, prófaðu bara. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

jamm , ætli að maður verði ekki bara að prufa :S
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Impossible is nothing eins og auglýsingin segir, tékkaðu á þessum:

http://www.plantedtank.net/forums/tank- ... k-56k.html
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Já sæll. Þessi gaur er með gróður sikliðu búr.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ég er með stóran Firemouth kall sem rótar ekki, og hann er falur.
Ace Ventura Islandicus
ramois
Posts: 1
Joined: 08 Mar 2010, 17:47

Re: "Grænar sikliður"

Post by ramois »

Bambusrækjan wrote:Ég er að velta fyrir mér hvort það séu til sikliðutegundir sem hægt er að hafa í gróðurbúri.

Málið er að ég er með 720 l búr sem í eru rengbogafiskar og gróður.
Ég veit svo sem um skala og dvergsíkliður gætu gengið með bæði gróðri og regnbogum, en ég hef ekki áhuga á þeim.

Mig langaði jafnvel að fá mér discusa , en það gæti orðið erfit þar sem regnbogarnir eru gráðugir og líklegt að þeir myndu svelta hjá mér.

Þannig að nú spyr ég hér hvort menn hafi skoðanir á sikliðum sem gætu gengið bæði með regnbogum og gróðri. Ég hef heyrt að firemouth uppfyllti þessi skilyrði, og það væri gaman að vita hvort fleirri gætu gert það. Allar uppástungur eru vel þegnar.
Langflestar sikliður grafa eitthvað og róta í plöntum.
Ég er með Archocentrus sajica "T-bar" sem lætur plönturnar hjá mér alveg eiga sig. Ótrúlega fallegur og skemmtilegur fiskur. Svo er ég með Nannacara anomala, er ekki viss um hvort hann telst til dverg cichlid, en hann lætur líka allar plöntur eiga sig. Þessar tvær tegundir eru mjög saklausar tegundir og láta aðra fiska í friði.
Post Reply