kláði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

kláði

Post by svanson »

Það virðist vera að fiskarnir hjá mér, þá helst JD séu með einhvern kláða og eru sífellt að nudda hausnum á sér í botninn eða í grjót, er þetta eðlilegt eða er þetta e-ð sem þarf að laga?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sérðu einhverja hvíta bletti á þeim? Eða anda þeir hratt?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

nei það eru engir hvítir blettir á þeim, þetta er ekkert alltaf sem þeir eru að nudda sér svona í botn eða grjót, en það kemur stundum fyrir. Þeir eru ekki á neinu farti nema þegar það er einhver eltingaleikur.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Getur verið ýmislegt, t.d. getur einfaldlega eitthvað í varninu verið að angra þá. Hvað ertu að skipta oft um vatn og hversu mikið? Hhvers konar dælu ertu með í búrinu?
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

ég er að gera a.m.k. 50% vatnaskipti 1x í viku. Og svo er ég með Rena xp3 dælu, sem er að dæla 1350L/h.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Skiftu út vatni
og málið ætti að lagast
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

Er ekki nóg að hafa 50-70% vikulega?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það gæti verið eitthvað ójafnvægi í búrinu og þá lagast þetta með vatnskiptum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ef þú ert duglegur að gera 50% vikulega þá ætti vatnið að vera í lagi, myndi byrja á því að mæla vatnið og sjá hvort eitthvað sé ekki í lagi

Mæli ekki með vatnskiptum yfir 50% nema búrið sé yfirfullt af sóða fiskum, svona stór vatnskipti getur sett flóruna í búrinu í ójafnvægi, ef búrið er ekki yfir fullt af fiskum ætti 30% að vera meira en nóg
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

nitrat getur læðst aftan að manni og ef vel er af fiski og /eða vel gefið þá rýkur það strax aftur upp þótt 50 % skifti séu gerð

ég skifti mismikið um vatn hjá mér eftir hvað er í búrinu en á bilinu
20-100% ég hef ekki orðið var við hrun á flóru þótt stór eða ör skifti séu í gangi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

var að mæla hjá mér nitrat í búrinu. hvaða magn er hæfilegt?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

10-20 þykir mér í lagi, vil ekki sjá það fara yfir 50
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

ok það er rétt um 10 hjá mér, kannski aðeins undir 10.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef nitratið er í lagi þá gæti verið eitthvað pH ójafnvægi, td eftir vatnsskipti. Hálf lúka af salti getur oftast náð pirringnum úr fiskunum.
User avatar
brundus
Posts: 117
Joined: 19 Jan 2010, 00:20
Location: 270 mosó

Post by brundus »

það er einmitt það sama að ske hja mer en bara með 1 fisk er buin að vera með nokkra fiska jafn lengi og nokkrir sem eru nyrri en það er allt sami fiskurinn. eg er buin að hafa 70% vatnaskipti og svo regluleg 40% skipti i hverri viku sammt er þessi eini fiskur alltaf að nudda ser uppvið grjot og bottninn skil þetta ekki alveg og það eru engir hvitir blettir
350 L.
96 L. til sölu
25 L.
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

já þetta er oftast JD hængurinn hjá mér, en ég gerði 50% vatnaskipti og setti lúku af salti eins og Vargur sagði, og þetta hafði greinilega áhrif því að ég sé ekki þennann pirring eða kláða í þeim lengur.
takk fyrir aðstoðina.
Post Reply