Það virðist vera að fiskarnir hjá mér, þá helst JD séu með einhvern kláða og eru sífellt að nudda hausnum á sér í botninn eða í grjót, er þetta eðlilegt eða er þetta e-ð sem þarf að laga?
nei það eru engir hvítir blettir á þeim, þetta er ekkert alltaf sem þeir eru að nudda sér svona í botn eða grjót, en það kemur stundum fyrir. Þeir eru ekki á neinu farti nema þegar það er einhver eltingaleikur.
Getur verið ýmislegt, t.d. getur einfaldlega eitthvað í varninu verið að angra þá. Hvað ertu að skipta oft um vatn og hversu mikið? Hhvers konar dælu ertu með í búrinu?
Ef þú ert duglegur að gera 50% vikulega þá ætti vatnið að vera í lagi, myndi byrja á því að mæla vatnið og sjá hvort eitthvað sé ekki í lagi
Mæli ekki með vatnskiptum yfir 50% nema búrið sé yfirfullt af sóða fiskum, svona stór vatnskipti getur sett flóruna í búrinu í ójafnvægi, ef búrið er ekki yfir fullt af fiskum ætti 30% að vera meira en nóg
nitrat getur læðst aftan að manni og ef vel er af fiski og /eða vel gefið þá rýkur það strax aftur upp þótt 50 % skifti séu gerð
ég skifti mismikið um vatn hjá mér eftir hvað er í búrinu en á bilinu
20-100% ég hef ekki orðið var við hrun á flóru þótt stór eða ör skifti séu í gangi
það er einmitt það sama að ske hja mer en bara með 1 fisk er buin að vera með nokkra fiska jafn lengi og nokkrir sem eru nyrri en það er allt sami fiskurinn. eg er buin að hafa 70% vatnaskipti og svo regluleg 40% skipti i hverri viku sammt er þessi eini fiskur alltaf að nudda ser uppvið grjot og bottninn skil þetta ekki alveg og það eru engir hvitir blettir
já þetta er oftast JD hængurinn hjá mér, en ég gerði 50% vatnaskipti og setti lúku af salti eins og Vargur sagði, og þetta hafði greinilega áhrif því að ég sé ekki þennann pirring eða kláða í þeim lengur.
takk fyrir aðstoðina.