Rafmagnið uppá velli

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Rafmagnið uppá velli

Post by thorirsavar »

Veit eitthver hvar ég get fengið tímarofa sem gengur fyrir 230v en samt 60hz ?
Fékk rofa um daginn sem gengur kolvitlaust útaf því að hann er gerður fyrir íslenska kerfið sem er 50hz. En kerfið hérna uppá velli er handónýtt eftir að því var breytt eftir kanann.

Svo önnur spurning.. Ef ég er með dælur og annað drasl sem er gert fyrir 50hz en ekki 60 er þetta þá ekki að ganga kolvitlaust líka?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

allir mótorar ganga of hratt ef þeir eru gefnir upöp fyrir að ganga á 50 riðum en það gerir þeim yfirleitt ekkert að ganga á 60 riðum þeir ganga bara hraðar en ef þú ert allveg að farast úr peningaeign þá geturu talað við næsta rafvirkja og beðið hann um að setja upp riðabreytir fyrir þig :P en það kostar öruglega hálfan handlegg :væla:
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

pjakkur007 wrote:allir mótorar ganga of hratt ef þeir eru gefnir upöp fyrir að ganga á 50 riðum en það gerir þeim yfirleitt ekkert að ganga á 60 riðum þeir ganga bara hraðar en ef þú ert allveg að farast úr peningaeign þá geturu talað við næsta rafvirkja og beðið hann um að setja upp riðabreytir fyrir þig :P en það kostar öruglega hálfan handlegg :væla:
Fór með 2 powerhead til Vargs um daginn útaf því að þau gengu allotf hægt, eins og þau voru ekki að fá nægt power.. Þau virkuðu fínt hjá honum en svo aftur hjá mér var það eins og áður.. Þetta er greinilega útaf rafmagninu hérna.. Er með aðra dælu sem ég keypti af linx hérna á spjallinu og það vill ekki einu sinni kveikna á henni þegar ég set hana í samband hérna en hjá pabba(í sandgerði) virkar hún fínt. Þetta er alveg að gera mig brjálaðann :lol:

Verð að fara tala við rafvirkja, þetta gengur ekki svona. Svo spyr ég.. ætli tunnudælan í 160lítra búrinu og aðrar dælur sem ég er með séu að ganga eins og powerheadinn bara á 50% afköstum kannski? :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hmm er rafmagnið semsagt 230v 50hz í staðinn fyrir 230v 60hz eins og hún er á flestum stöðum á landinu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

jamm skildist það
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

En sem svar við upphaflega póstinum þá dettur mér helst í hug að digital timerar geti gengið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Post by thorirsavar »

keli wrote:Hmm er rafmagnið semsagt 230v 50hz í staðinn fyrir 230v 60hz eins og hún er á flestum stöðum á landinu?
Þetta stendur víst í leigusamninginum:
"Raftæki sem notuð eru í íbúðunum skulu gerð fyrir 220-240 volt - 50/60 Hz spennukerfi"

"Notkun rafbúnaðar sem ekki er merktur með þessum hætti er á ábyrgð notanda"
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

keli wrote:Hmm er rafmagnið semsagt 230v 50hz í staðinn fyrir 230v 60hz eins og hún er á flestum stöðum á landinu?
þetta ætti að vera akkurat öfugt...það er 50hz á flestum stöðum á landinu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

EiríkurArnar wrote:
keli wrote:Hmm er rafmagnið semsagt 230v 50hz í staðinn fyrir 230v 60hz eins og hún er á flestum stöðum á landinu?
þetta ætti að vera akkurat öfugt...það er 50hz á flestum stöðum á landinu.
Já, alveg rétt. Mundi ekki alveg hvort það var þannig að ég giskaði ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply