slanga til að tæma og fylla búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

slanga til að tæma og fylla búr

Post by ellixx »

er eitthvað sem Þarf að varast í þessu, einhver slanga sem getur gefið frá sér efni sem eru skaðleg.
ætla að útbúa mér slöngu sem ég tengi við krana , nenni ekki þessum vatnsburði með fötur :P

ég er ekki mjög fróður um þetta og vill frekar spyrja en drepa alla fiskana :oops:
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég nota bara venjulega garðslöngu svona gula sem fæst í öllum byggingarvöruverslunum.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sú gula er málið, forðastu þessa ódýru grænu, hún lendir alltaf í flækju og fær á sig brot.
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

ég er með gamla orange slöngu með reynslu var notuð í skjaldbökubúr í yfir 20 ár 8)
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Ég nota gamla appelsínugula heima og bókstaflega elska hana :D
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

takk fyrir ráðleggingarnar.

keipti þessa grænu þrátt fyrir aðvörun vargsins.

20 metra á 2000kr í verkfæra söluni með tengjum,

hún ætti að vera í lagi á meðan maður setur ekki of heitt vatn í gegnum hana ,enda meiga fiskarnir ekki fá mikið meira en 25-26°

vantar bara tengi stikkið á eldhúskranann ,kem við í byko á leiðinni heim.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

þú færð þessi tengi stykki á kranann og á slönguna líka í vekfæralagernummjög ódýr. en með þessa grænu slöngu í verkfæralagernum þá lyktar hún svakalega, minnir helst á bensín lykt, ég þreif hana bara vel og lyktin fór.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

ætla að látta renna í gegnum hana út á svalir í svoldið góðan tíma áður en hún fer í búrið.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

ég er með svona græna og hefur virkað fínt en samt eins og Vargur sagði þá getur komið svona brot í hana og það er komið hjá mér... en það er ekkert farið að bögga mig.

ég keypti eimmit í byko stykkið sem ég tengi við vaskinn hjá mér.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er með þessa grænu, það koma á hana brot eins og Vargur segir. Svo máttu ekki láta mjög heitt vatn renna í gegnum hana, þá getur hún eyðilagst.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

sorry smá offtopic hérna... látið þið volgt vatn í búrið í vatnskiptum hjá ykkur ?
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

25-26 gráður set ég í búrið hjá mér
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sama hér. 25-26 gráður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jebb, ég reyni að setja sama hitastig og er í búrinu. Stundum munar kannski 2 gráðum en alls ekki meira en það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já okey má það semsagt alveg setja volgt vatn í búrið, var ekki alltaf talað um einhvern kísil eða eitthvað álíka sem gæti komið með ? hef alltaf sett kalt vatn, myndi muna helling að setja 25°í búrið uppá að halda hitanum réttum og geta skipt um meira í einu
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Heita vatnið er í lagi á flestum stöðum á landinu, þám höfuðborgarsvæðinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég er með hitamælir á slöngunni og dæli bara akkurat 27 gráðum í malawi búrin mín.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já snilld :) takk fyrir þetta
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

24mm silicon slaungu :S
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvernig mæli ertu með malawi?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

pabbi er pípari og útbjó þetta fyrir mig skal taka mynd á morgun og pósta hér inn
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég er bara með svona slöngu eins og er alltaf á tunnudælunum, svona gegnsæ :). Var að kaupa t.d í dag í Landvélum svona slöngu. Treysti ekki svona garðslöngum :P finnst eins og eitthvað ógeð sé í þeim sem væri ekki gott fyrir fiskana en finnst svona glærar slöngur vera öruggari einhvern vegin. En miðað við hvað fólk er að segja hérna þá virðist það ekki skipta máli :P.
200L Green terror búr
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

mælir

Post by malawi feðgar »

Mynd af mælir.
Image
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Re: mælir

Post by guns »

malawi wrote:Mynd af mælir.
Image
Þessi er snilld... ætli það sé hægt að kaupa sér svona einhverstaðar ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fæst í vatnsvirkjanum, gesala.is, vörukaup og hugsanlega byko/húsasmiðjunni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

eru þetta sink rör eða eir? eða einhver önnur blanda?
Rena Biocube 50: tómt eins og er
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

ég sé ekki betur en að þetta sé plast, gúmí, kopar, járn galv og örlítið teflon ef þú ert að spá í hvort þetta gefi frá sér eitthver efni þá eru þau í svo litlu magni að þau myndu ekki mælast í fiskabúrinu
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brass sýnist mér (sem ég veit ekkert hvað heitir á íslensku). Kopar og zink blanda.

Þau eiga það til að leka kopar, þannig að það er eins gott að vera ekki með fiska sem eru viðkvæmir fyrir honum í búrum þar sem svona pípulagnir eru til staðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

það ætti að vera hægt að útbúa svona stikki með pvc fitings .
allt nema mælinn :P
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þetta er koparfittings hef aldrey lent í veseni með það í ferskvatni en hugsa að það myndi ekki borga sig með saltvatn.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Post Reply